Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 29

Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 29
Auðvitað getur hann búið til mat, sagði amma mín. Hrísgrjóna- graut, að minnsta kosti. Er það rétt, drengur, þetta með hrísgrjónin? sagði afi minn. Fjórir bollar af vatni, einn bolli af hrís- grjónum, ein teskeið af salti. Kanntu þá list, að búa til ætan mat í stað óæts, eða eru þetta bara draumórar? Auðvitað getur hann soðið hrís- grjón, sagði amma mín. Hönd mín nálgast munn þinn, kona, sagði afi minn. Láttu dreng- inn svara fyrir sig sjálfan. Hann hefur tungu. Geturðu það, dreng- ur? Ef maður les í bók, að dreng- ur svari gömlum manni skynsam- lega, er höfundurinn að líkindum stórýkinn gyðingur. Geturðu búið til ætan en ekki óætan mat? Ég hef soðið hrísgrjónagraut, 6agði Vaskur. Hann var ætur. Var hann nógu saltur? sagði afi minn. Gættu þín fyrir hönd minni ef þú lýgur. Vaskur hikaðu andartak. Ég skil, sagði afi minn. Graut- urinn var ekki eins og hann átti að vera. Hvað var að honum? Sannleikurinn er allt og sumt, sem ég vil vita. Svaraðu óttalaust. Ef þú segir hinn óttalega sann- leika getur enginn krafizt neins af þér frekar. Hvað var að grautn- um? Hann var allt of saltur, sagði Vaskur. Við urðum að þamba vatn allan daginn og alla nóttina, hann var svo saltur. Engar ýkjur, sagði afi minn. Að- eins það, sem satt er. Hrísgrjóna- grauturinn var of saltur. Auðvitað þurftuð þið að þamba vatn allan daginn og alla nóttina. Við höfum öll etið svoleiðis graut. Láttu þér ekki detta í hug að þú sért fyrsti Armeníumaðurinn, sem hefur ver- ið að þamba vatn allan daginn og alla nóttina. Segðu bara að þau hafi verið sölt. Ég er hér ekki til að læra. Ég veit. Segðu bara, að grauturinn hafi verið of saltur, og lofaðu mér að reyna að komast til botns í því, hvort það ert þú, sem átt að fara með Jorga. Afi sneri nú máli sínu til hinna. Svipur hans varð aftur íhugull. Ég held að þessi drengur eigi að fara með honum, en leysið frá skjóðunni ef þið hafið nokkuð að segja. Saltur hrísgrjónagrautur er betri en þunnur hrísgrjónagrautur. Var hann þykkur, drengur? Hann var þykkur, sagði Vaskur. Ég held við ættum að senda þennan dreng, sagði afi minn. Vatn er hollt fyrir þarmana. Eigum við að senda þennan dreng, Vask Garoghlanian, eða einhvern ann- an? Þegar ég hugsa málið betur, sagði Zorab frændi minn, þá er kannski hæpið að láta tvo full- komna fáráðlinga fylgjast að, jafn- vel þótt hrísgrjónagrauturinn sé HEIMILISRITIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.