Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 13
hennar var ástæðulaus, kjánalegur.
Allan elskaði hana. Að sjálfsögðu
á sinn hrjúfa hátt, en samt af
djúpri einlægri tilfinningu. Hún
hafði tekið eftir því, hvernig hann
gerði sér ávallt far uni að þóknast
henni, og einnig hversu hin
minnsta snerting hennar hafði
glatt hann. Og hafði hann ekki
einnig vakað yfir henni alla nótt-
ina og sýnt henni hina mestu um-
hyggju. Hvers vegna skyldi hún
þá óttast hann, þegai' liann til-
heyrði henni raunverulega og það
var hún, sem gat eyðilagt iíf hans
með einni setningu.
Kvalirnar, sem heltóku hinn
unga líkama hennar, milduðu ó-
beit hennar á Allan. Sem snöggv-
ast fékk hún samvizkubit, sem
hvarf þó jafn^kjótt a'ftur. En and-
artak sá hún í nýju ljósi þetta and-
lit, sem hún skildi nú, að hún
elskaði ekki lengur.
Allt í einu sneri hún höfðinu að
honum. Hún grét hljóðlega.
Hún skildi nú ljóslega, að dauð-
inn nálgaðist — var þarna í her-
berginu. Hún fann það greinilega á
öllu, og maður liennar var jafn-
framt ekki í neinum vafa um að
svo væri.
Þegar Allan tók eftir því, að hún
vissi hvernig komið var, sneri hann
sér undan án þess að íiiæla orð.
í fjarlægð gljáði á nakta líkama
verkamannanna í sterkri morgun-
sólinni. Ilmurinn, sem barst með
blænum varð æ sterkari og úthaf-
ið var orðið dimnvblárra en áður.
Aldrei hafði Edith fundið til jafn-
hræðilegrar einveru eins og á þessu
örlagaríku augnabliki. Hún fann
brýna löngun til að faðma að sér
eina manninn, sem nú var nálægt
henni, þrátt fyrir allt og allt. En
til þess að samband þeirra yrði
byggt á vinsemd og fullkominni
hreinskilni, þá var hún neydd til
að segja honum allt af létta.
„Allan“, sagði liún með lágri
rödd, sem bar öll einkenni þess, að
dauðinn væri ekki langt undan.
„Ég get ekki farið héðan án þess,
að skýra þér frá svolitlu, sem þú
verður að fyrirgefa mér“.
Hún þagnaði og dró djúpt and-
ann.
„Ég hef ekki verið þér trú. Fyr-
ir þremur dögum lét enskt skip
héðan úr höfn. A þessu skipi var
— yfirmaður“ —
Hún liafði notað síðustu kraft-
ana, til að ségja þetta og lá nú
þögul. Allan virti hana lengi fyrir
sér þar sem hún lá með höfuðið á
koddanum þjáð og föl.
En því næst mælti hann kaldri,
rólegri röddu.
„Ég þarfnast líka fyrirgefningar,
Edith. Ég vissi það allt saman^
Þessvegna gaf ég þér inn eitur í
gær, frá innfædda fólkinu hérna“.
E N D I R
HEIMILISRITIÐ
11