Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 7
um, að þú hafir ekki vitað, að þetta var unnustan hans? Að það var hún, sem hann skaut sig út af? Hún kom hingað til bæjarins til að taka á móti líkinu, en treysti sér ekki til þess, þegar á átti að herða. — Þetta vissi ég reyndar ekki. — Ja, nú gengur alveg fram af mér. Og ég, sem var búin að hrósa þér fyrir, hvað þú hefðir verið skilningsgóður. Ég tek það allt saman aftur. — Það er víst óhætt — þess vegna. — En hvað erum við að hugsa hér, sagði hún. — Ætlarðu ekki að koma upp snöggvast? — Það er orðið framorðið, sagði ég. — Fólkið í húsinu gæti vaknað við marr í stiganum. — Þú hefur oft komið seinna en þetta, sagði hún — og ekki ævin- lega hirt um, þó að fólkið vaknaði við marr í stiganum. Og hver veit, nema ég lumi á lögg í flösku, ef vel er leitað. — Ég veit, að það er háborin skömm að hafna því, sem boðið er af góðum hug, sagði ég. — En nú hef ég ekki undir neinum kringum- stæðum lyst á meiru í kvöld. Góða nótt. Ég gekk suður malbikaða göt- una og heyrði hljóm inni í höfð- inu á mér. Það var falskur tónn úr Tarantella sincera. ENDIB Saga um ”tengdamóBur“ UNGUR Reykvíkingur, sem var á gönguför uppi i Borgarfirði, hitti stúlku er var að mjólka kýr í afgirtum nátthaga. Hún var óvenjufögur svo að hann gekk til hennar og heilsaði: „Eru nokkur naut hér nálœgt?" spurði hann til þess að brjóta upp á ein- hverju samræðuefni. „Það er eitt þarna út frá“, sagði hún og benti með höfuðið í suðvestur. Pilturinn leit þangað og kom auga á bola. Boli varð einnig var við hann, gaut blóðhlaupnum augum til hans, setti hausinn undir sig bölvandi og kom á harða stökki í áttina til hans. „Við skulum hlaupa", hrópaði ungi maðurinn og tók til fótanna, stökk yfir gaddavírsgirðingu og reif buxurnar sínar á vondum stað. Honum brá í brún, er hann gaf sér tíma til að lita við, og sá að stúlkan hélt áfram að mjólka í mestu makindum, en tuddinn lallaði hálfskömmustulegur í burtu. „Hvers vegna hlupuð þér ekki lika, þegar ég varaði yður við?“ spurði hann stúlkuna. „Ég vissi að boli myndi halda sér í hæfilegri fjarlægð frá kúnni, sem ég er að mjólka", svaraði stúlkan. „Hún er nefnilega tengdamóðir hans“. HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.