Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 21
loka þig frá lystisemdum lífsins?
Hefurðu ekki samt rétt til að
njóta frelsi lífsins?“
Ég svaraði honum ekki. Ég
þreif hattinn minn og kápuna af
snaganum og hljóp niður stigann
eins hratt og ég gat. Ég man að
ég hljóp eins og ég ætti fótum fjör
að launa. Ég óttaðist að Weim-
ar kæmi á eftir mér. Ég náði í
síðustu lest og komst slysalaust
heim ...
Næstu vikur hvíldi í raun og
sannleíka á mér hræðileg martröð.
Ég var eirðarlaus frá morgni til
kvölds. Weimar hringdi oft á dag
og grátbændi mig um að hitta sig.
Ég gat ekkert sagt í símann. Ég
reyndi að gera honum það skilj-
anlegt, en hann skildi það ber-
sýnilega ekki. Að lokum hafði ég
ekki annað ráð, en að slíta sam-
bandið um leið og ég liafði geng-
ið úr skugga um að það væri hann,
sem var í símanum.
Svo skrijaði hann mér bréf. Það/
kom áður en Eiríkur var farinn
einn morguninn.
„Eftir höndinni að dæma er það
frá karlmanni", sagði Eiríkur, þeg-
ar hann rétti mér bréfið ... „Elsku
litla konan mín gerir sér þó ekki
lítið fyrir og heldur fram hjá mér?“
Ég reif upp bréfið og leit á það,
án þess að gera mér grein fyrir,
hvað í því stóð. Svo kastaði ég
því í aringlæðurnar.
„Það er bara frá einhverjum,
HEIMILISRITIÐ
sem vill selja okkur ryksugu“,
skrökvaði ég. „Merkilegt, hvað
slíkir menn eru ágengir ..
Hálfur mánuður leið. Þá hringdi
Júlía einn daginn og sagðist ætla
að koma til borgarinnar daginn
eftir. Um leið og ég heyrði rödd
hennar vissi ég, að ég myndi segja
henni alla söguna um Weimar og
mig. En þegar hún kom reyndist
þess ekki þörf.
„Weimar hefur sagt mér það
allt“, sagði Júlía. Og svo bætti hún
þeim orðum við, sem særðu mig
djúpu sári: „Veiztu hvað að þér
er, Lísa? Þú ert huglaus. Þú þorir
ekki að halda fram hjá manninum
þínum og þú þorir ekki heldur
hinu gagnstæða ... Annars datt
mér í hug, hvort ég ætti ekki að
dvelja hérna hjá þér og mann-
inum þínum í nokkra daga ...
Það er ekki óhugsandi að ég geti
á einhvern hátt hjálpað þér“.
Ég tók þessu með þökkum og
hún fékk gestaherbergið okkar til
afnota. Strax fyrsta kvöldið veitti
ég því enn meiri athygli en nokkru
sinni fyrr, hversu töfrandi fríð-
leika hún hafði til að bera. Það
voru danslög í útvarpinu og við
dönsuðum.
„Hér er bara einn herra“, sagði
Júlía hlæjandi, „og við verðum því
að skiptast á um hann“. Svo dans-
aði hún næstum allt kvöldið við
Eirík.
Kvöldið eftir fóru þau tvö ein
19
t