Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 55
(iÞó voru þetta einu friðarkost-
irnir, sem hann þóttist mega við
að 'bjóða. Samt virðist ljóst, að
hann hafi verið saninfærður um, að
Churchill kysi heldur frið með þess-
um kjörum en mæta þýzkri inn-
rás).
Vel má vera, að Hitler hafi
vænzt þess, að Churchill stigi
fyrsta sporið í friðaráttina. Gat
Englendingur ekki skilið, hvenær
hann var sigraður? Hitler ætlaði
að taka á þolinmæðinni og bíða
þess, að það boraðist inn í kopar-
höfuð Bretanna, að þeir höfðu beð-
ið ósigur.
Iíann dokaði við í mánuð. Ilann
lét blíðviðrisdagana í síðustu viku
júní líða hjá, og þrjár vikur af júlí.
Orðasveimur gekk um það í Berlín,
að Bretar og Þjóðverjar hefðu náð
sambandi í Stokkhólmi og þar væri
rætt um frið, en við fengum þetta
aldrei staðfest og líklega hefur eng-
inn fótur verið fyrir því.
Hitler héit ræðu í Ríkisþinginu
19. júlí. Hann bauð Bretum frið í
heyranda hljóði, en gat ekki skil-
málanna. Mestum hluta tíma þess,
sem þingið stóð, varði hann til þess
að hækka helztu herforingja sína í
tign, eins og styrjöldinni væri lok-
ið með sigri, og þessi staðreynd
bendir til þess, að hann hafi verið
viss um, að Churchill myndi biðja
um frið.
Flugherinn hafði náð yfirráðum
á Norðursjónum og Ermarsundi
fyrir rúmum mánuði, en þýz'kar
flugvélar höfðu þó ennþá kinokað
sér við alvarlegum árásum á Bret-
land. Hitler aftraði þeim.
Ég hygg, að hið snögga og sam-
taka viðbragð Breta gegn „friðar-
boði“ Hitlers hafi komið yfir hann
eins og þrurna úr heiðskíru lofti.
Hann var ekki viðbúinn svo skjótri
og afdráttarlausri neitun. Hann
mun liafa tvístigið fram í lok júlí-
mánaðar, í tólf daga, áður en hann
sannfærðist um að neitun Chur-
cliills hefði verið lokasvar. En þá
hafði hann eytt til einskis hálfum
öðrum mánuði, dýrmætum tíma.
Astæða er til að ætla, að flestir
í herforingjaráðinu, einkum von
Brauchitseh hershöfðingi, æðsti vf-
irmaður hersins, og Halder hers-
höfðingi, forseti herforingjaráðsins,
hafi verið mjög uggandi um góðan
árangur af innrás landhers í Eng-
land, einkum eftir að kom fram í
júnílok, því að þeir vissu, að Bret-
ar höfðu rétt nokkuð við eftir ó-
farirnar í maí og júní. Flotinn var
Þjóðverjum vandræðaefni, meðal
annars. Og þó að víst sé, að Göring
fullvissaði þá um, að hann skyldi
mola 'brezka löftflotann á hálfum
mánuði, eins og hann hafði gereytt
pólska loftflotanum á þrem dögum,
virðast þeir hafa verið óvissir um
efndirnar, og það reyndist að lok-
um ekki ástæðulaust.
Allan júlímánuð höfðu Þjóðverj-
ar verið að safna saman bátum og
heimHjISritið
53