Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 19
boðið mér út að borða og að ég hefði þegið boð hans. Þannig var upphafið. Á þann hátt losaði ég mig við hversdags- leika heimilislífsins og lenti út í þær ógöngur, er að lokum fylltu mig angist og örvæntingu. Ég veit ekki hvernig ég á að gera öðrum þetta skiljanlegt, því að ég skil mig ekki einu sinni sjálf. Við Eiríkur höfðum verið sam- rýmd frá því á unga aldri. Ég hafði aldrei sagt styggðaryrði við hann og aldrei reynt að gera hann afbrýðisaman. Eiríkur hafði á- vallt borið sama traust til mín sem ég til hans og alltaf verið rólegur og jafnlyndur. Weimar vár svo gjörólíkur honum. „Ég hef elskað yður frá því ég sá yður fyrst“, sagði hann. En ég veit, að ég roðnaði og fékk hjart- slátt. Að vissu leyti gladdi það mig, sem hann sagði: „Ég er gift“, sagði ég og dró að mér höndina. Weimar hafði teygt sig fram á borðið og þrýst hönd mína. „Ég elska manninn minn og börnin mín. Þér getið ekki ímynd- að yður, hvað ég er staðföst og gamaldags eiginkona“. Ég sá að það kom raunasvip- ur á andlit hans, þegar ég sagði þetta. Hann sárbændi mig um að mega hringja til mín öðru hverju; sagðist vera hamingjusamur, ef hann mætti vera hjá mér og horfa á mig. Ég lofaði því engu, og við skild- um, án þess að mæla okkur mót. Ég sýndi manninum mínum meiri ást og umhyggju en fyrr, en samt vissi ég að við Weimar áttum eftir að hittast aftur. Hvers vegna? Var það einungis vegna þess, að ég gekkst upp við tilbeiðslu þessa ó- kunna manns á mér? Sennilega. Ég hafði heldur aldrei notið lífs- ins, hugsaði ég með mér. Það voru nokkur sannindi í því, sem Júlía hafði sagt um mig. Við Weimar vorum oft saman eftir þetta, á meðan Eiríkur vann á skrifstofunni. Við ókum langt út í skógana í bílnum hans. Eitt sinn síðla dags stöðvaði hann bíl- inn á rökkvaðri skógargötu, tók mig í faðm sér og kyssti mig æst- ur og ástríðufullur. Ég reif mig iausa og færði mig svo langt frá honum í sætinu sem mér var unt og fór að gráta. Ég varð allt í einu hrædd. .. En Weimar ók af stað í skyndingu og nam ekki stað- ar fyrr en við komum að vegamót- unum, þar sem gata beygir af aðal- brautinni heim að húsinu mínu og fleiri húsum. Lengra ók hann aldrei með mig, enda stutt fyrir mig að ganga þaðan. Ég þaut út úr bíln- um og hljóp heim, án þess að líta um öxl. Við höfðum ekki mælt orð af vörum frá því hann kyssti mig. EFTIR hádegi naista dag vissi ég ekki fyrri til en Weimar stóð HEIMILISRITIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.