Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 22
í langa ökuför. Júlía sagðist vera að hugsa um að kaupa hús utan. við bæinn, þar sem hún tiltók. Hún ætlaði að biðja manninn minn um að ganga frá kaupsamn- ingnum og þess vegna var ekki nema eðlilegt, að þau færu að skoða eignina. Þriðja kvöldið bauð Júlía bæði mér og Eiríki með sér að borða í bezta veitingahúsi borgarinnar. Þar var einnig dansað. En það var ekki ég sem dansaði, heldur Júlía og maðurinn minn. Ég hugsa að þau hafi dansað minnst tíu dansa saman, áður en Eiríki datt í hug að spyrja, hvort mig langaði til að dansa. Ég svar- aði því neitandi. Hvað annað? Ég var heitvond út í þau bæði. Ég var afbrýðisöm. Ég gat kreppt hnefana af reiði, þegar ég leit til þeirra og heyrði þau tala saman. Þau voru þegar farin að þúast. Og heima var ég eins og eitthvert aðskotadýr í nærveru þeirra. „GETURÐU ekki skilið, að það er þín vegna, að ég geri þetta“, sagði Júlía við mig fjórða kvöldið, en þá hafði hún tekið eftir þykkj- unni í mér. „Hugsaðu þér, ef mað- urinn þinn kemst að samdrætti ykkar Weimars, þá veiztu hvernig hann myndi taka því. Ég er að reyna að láta hann bíta á hjá mér, til þess að hjálpa þér. Ef hann leitar á agnið ... og ég er 20 9 ekki frá því að svo fari —“ Júlía brosti dularfullu brosi, sem mér geðjaðist ekki að, „já, þá getur hann ekki svo glatt gert sig breið- an við þig ... Þú getur ekki á- sakað mig fyrir neitt. Þú ættir miklu fremur að vera mér þakk- lát fyrir að bjarga heimilinu þínu ...“ Ég réði ekki lengur við tilfinn- ingar mínar og brast í grát. Ég settist á stól í eldhúsinu og grét ofsalega og fávíslega. Júlía gerði enga tilraun til að hugga mig, því að Eiríkur 'kom fram og spurði, hvað væri að. „Ég hugsa að Lísa sé ofþreytt á taugunum", sagði Júlía. „Hún er ofmikið ein, Eiríkur. Gætum við ekki séð um að hún kæmist í rúm- ið?“ Ég mátti ekki mæla. Mig lang- aði til að slá Júlíu beint framan í hið fagra, málaða andlit hennar, og ég fékk enn meiri löngun til þess, þegar ég sá glóðina sem lifn- aði í augum, Eiríks þegar hann horfði á hana. En ég gat það ekki. Ég hafði ekki þrótt til þess — og auk þess átti ég sjálf alla sökina. Ég stóð upp og gekk inn í svefn- herbergi. En ég gat ekki sofnað. Ég bylti mér andvaka fram og aft- ur í rúminu. Allskonar hugsýnir á- sóttu mig. Hér lá ég ein og yfir- gefin, en Júlía og Eiríkur voru saman. Ég spratt upp úr rúminu og HEIMILISRITIÐ /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.