Heimilisritið - 01.07.1946, Qupperneq 7
um, að þú hafir ekki vitað, að
þetta var unnustan hans? Að það
var hún, sem hann skaut sig út af?
Hún kom hingað til bæjarins til
að taka á móti líkinu, en treysti
sér ekki til þess, þegar á átti að
herða.
— Þetta vissi ég reyndar ekki.
— Ja, nú gengur alveg fram af
mér. Og ég, sem var búin að hrósa
þér fyrir, hvað þú hefðir verið
skilningsgóður. Ég tek það allt
saman aftur.
— Það er víst óhætt — þess
vegna.
— En hvað erum við að hugsa
hér, sagði hún. — Ætlarðu ekki að
koma upp snöggvast?
— Það er orðið framorðið,
sagði ég. — Fólkið í húsinu gæti
vaknað við marr í stiganum.
— Þú hefur oft komið seinna en
þetta, sagði hún — og ekki ævin-
lega hirt um, þó að fólkið vaknaði
við marr í stiganum. Og hver veit,
nema ég lumi á lögg í flösku, ef
vel er leitað.
— Ég veit, að það er háborin
skömm að hafna því, sem boðið er
af góðum hug, sagði ég. — En nú
hef ég ekki undir neinum kringum-
stæðum lyst á meiru í kvöld. Góða
nótt.
Ég gekk suður malbikaða göt-
una og heyrði hljóm inni í höfð-
inu á mér. Það var falskur tónn
úr Tarantella sincera.
ENDIB
Saga um ”tengdamóBur“
UNGUR Reykvíkingur, sem var á gönguför uppi i Borgarfirði, hitti stúlku er
var að mjólka kýr í afgirtum nátthaga. Hún var óvenjufögur svo að hann
gekk til hennar og heilsaði:
„Eru nokkur naut hér nálœgt?" spurði hann til þess að brjóta upp á ein-
hverju samræðuefni.
„Það er eitt þarna út frá“, sagði hún og benti með höfuðið í suðvestur.
Pilturinn leit þangað og kom auga á bola. Boli varð einnig var við hann,
gaut blóðhlaupnum augum til hans, setti hausinn undir sig bölvandi og kom á
harða stökki í áttina til hans.
„Við skulum hlaupa", hrópaði ungi maðurinn og tók til fótanna, stökk yfir
gaddavírsgirðingu og reif buxurnar sínar á vondum stað. Honum brá í brún, er
hann gaf sér tíma til að lita við, og sá að stúlkan hélt áfram að mjólka í mestu
makindum, en tuddinn lallaði hálfskömmustulegur í burtu.
„Hvers vegna hlupuð þér ekki lika, þegar ég varaði yður við?“ spurði hann
stúlkuna.
„Ég vissi að boli myndi halda sér í hæfilegri fjarlægð frá kúnni, sem ég
er að mjólka", svaraði stúlkan. „Hún er nefnilega tengdamóðir hans“.
HEIMILISRITIÐ
5