Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 5

Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 5
„Þú ert ósköp elskuleg", sagði Agata, „eu í þetta sinn veður þú í villu og reyk“. „Það myndi gleðja niig“, sagði Emma og andvarpaði. „En að mínu áliti er Purvis hálfgerður flagari, og það held ég þér finn- ist líka“. Svo undarlega brá við, að Ag- ■asta reiddist ekki hót af þessari móðgun við unnusta hennar. Emma tók líka eftir því. Hún hafði þá á réttu að standa. „Ég lofa þér því, að ég skal ekki segja nokkurri lifandi sálu eitt ein- asta orð, Agata. Iíeldurðu að það myndi ekki vera betra að trúa mér fyrir öllu saman?“ Hún lét vélina eiga sig og horfði beint í augu vinstúlku sinnar. Ag- ata hreyfði sig óróleg. Emma fleygði skrúflyklinum, klifraði létti- lega upp á káetuþakið og lagði handlegginn um axlir vinstúlku sinnar. Emmu til skelfingar brast Agata í ákafan grát. Var það þá svona! Þetta var þá verra en hún hafði álitið. Smátt og smátt stundi Agata því upp, öllu saman og Emma hlustaði með athygli og vaxandi gremju. „Þetta er hræðilegt“, sagði Ag- ata, „og eiginlega er það allt Ronna að kenna“. „Bróður þínum? Nú, en hann er í Höfðaborg eða einhvers stað- ar þar“. Hún heyrði hann hamaat á hurðinni meðan hún óð í land i háum stígvélum, sem hún hafði verið svo forsjál að setja um borð. HEIMILISRITIÐ 8

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.