Heimilisritið - 01.03.1947, Side 6

Heimilisritið - 01.03.1947, Side 6
„Já, hann fór af landi burt í fyrra, en áður en hann fór, mátti hann vera að því að fremja nokkur heimskupör, sem pabbi og mamma vita ekkert um sem betur fer. Hann trúði mér fyrir öllu og ég ráðlagði honum að hverfa burt. Geturðu hugsað þér annað eins, Emma! Hann falsaði ávísun“. „Hú, hú!“ sagði Emma og starði niður í vatnið. „En hvað kemur Ríkarður Purvis þessu við?“ „Ríkarður hefur á einn eða ann- an hátt komisst yfir ávísunina, ég held beinlínis að hann hafi keypt hana. Hann var lengi búinn að ganga á eftir mér, og þegar hann sá, að ég vildi ekkert með hann hafa, sagði hann mér frá áv.ísun- inni og hótaði að sýna pabba hana. Þú þekkir pabba, Emma, og þú getur hugsað þér, hvernig honum myndi verða við. Pabbi hefur alltaf litið á Ronna einsog eitthvert goð, og það hefði orðið þungt áfall fyrir hann ef hann frétti, að Ronni gæti aðhafst annað eins og þetta. Svo stakk Ríkarður upp á samningi við mig. Ég átti að trúlofast honum og á brúðkaupsdaginn skyldi hann brenna ávísuninni“. „Enn það kvikindi!“ sagði Emma. „Er hann svona svívirðilegur!" „Ég gekk að þessu“, sagði Agata snöktandi. „Ég gat ekki hugsað mér að pabbi yrði fyrir slikri sorg. Það myndi hafa komið honum í gröfina. Þessvegna trúlofaðist ég Ríkarði, og síðan hef ég alltaf von- að, að eitthvað kæmi fyrir, sem gæti bjargað mér. En tíminn hef- ur liðið, án þess nokkuð gerðist. Nú veit ég að mér verður ekki und- ankomu auðið. Hann hefur mig á valdi sínu. Hin grænleitu augu í Emmu urðu grimmileg. Hún greip hönd- unum um hnén og sat þannig hugsi um stund. Það var meiri ó- þokkinn, þessi Purvis. Hann hafði svo sem skilið, við hvern var að eiga. Það liafði alltaf verið hægt að vefja Agötu um fingur sér. Hún var eins blíð og leiðitöm og hugs- ast gat. Og hún var rík. Það var ekki svo vitlaust af Purvis að mægjast fjölskyldu hennar. „Hm!“ Emma ræskti sig og dró djúpt andann, eins og hún hefði tekið ákvörðun. Hún klappaði Agötu á öxlina, snéri sér aftur að vélinni og náði burt dálítilli baðm- ullartætlu. Nú hafði hún fengið vitneskju um það, sem hana hafði grunað. Ef þær áttu að ná heim fyr- ir hádegisverð, var bezt að hraða sér. Hún snéri gangsveifinni og vélin gekk eins og klukka. Um kvöldið, þegar hinir gestirn- is skemmtu sér við knattborðsleik og dans, læddist Emma niður að bátnum. Við-birtuna frá vasaljósi sýslaði hún í heila klukkustund við eitthvað um borð í bátnum og læddist að því búnu heim aftur. Snemma næsta morguns kom hún 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.