Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 8
lagði það á bekk inni í káetunni“. Purvis smeygði sér strax niður í káetuna. Það var skuggsýnna en hann hafði búizt við. Gluggunum var lokað að utan með þykkum hlerum. Hann fálmaði um bekkina eftir veskinu. „Ég held, að það sé hér ekki!“ kallaði hann út til hennar. „Það hefur ef til vill dottið á gólfið", sagði Emma. Purvis leitaði betur. Meðan hann var önnum kafinn við það, heyrði hann sér til undrunar, að hurðin skall aftur. Við það byrgði fyrir síðustu ljósglætuna, og nú var hann í kolamyrkri. Hann leitaði að handfanginu, fann það og sneri því, en hurðin opnaðist ekki. Hann hélt fyrst, að hurðin hefði skollið aftur vegna þess að báturinn hefði sveiflazt snögglega til, en nú varð hann þess var, að hann gat alls ekki opnað hana. Hann ýtti af al- efli á hurðina með öxlunum og tók svo að berja með hnefanum. „Emma!“ kallaði hann. „Hurð- in hefur lokazt!“ Hann beið þolinmóður eftir því að hún opnaði, en af því varð ekki. Hann stóð þarna hálfboginn í myrkrinu, því káetan var ekki nógu há til þess að hann gæti stað- ið uppréttur, og kallaði aftur. Vél- in var stöðugt í.gangi og báturinn hélt áfram. Purvis skildi ekkert í því, hvað komið hefði fyrir. Hafði stúlkan ef til vill fallið fyrir borð? Nei, ekki gat það verið. Báturinn myndi þá óhjákvæmilega stranda á öðrum hvorum bakkanum í bugðóttri ánni. Hún hlaut að hafa lokað í gamni — barnalegu gamni. „Emma, opnið þér!“ Þögn. Hann sparkaði í hurðina og tók um leið eftir því, að báturinn hreyfðist ekki lengur. Hann kenndi til í fætinum eftir spörkin, enda var hann í strigaskóm. „Emma, viljið þér opna undir- eins!“ Eina svarið, sem hann fékk, var skrönglið í akkerisfestinni, þegar akkerinu var fleygt útbyrðis. Hvern fjandann sjálfan var stúlku- kindin að aðhafast? Svo heyrði hann allt í einu rödd hennar. Röddin kom inn um lítið gat á þakinu. aðeins þumlungs vítt. „Mig langar afar mikið til að fá ávísunina!“ sagði röddin. Purvis trúði varla sínum eigin eyrum. „Ávísun — hvaða ávísun?“ „Það vitið þér mætavel. Hugs- ið yður bara ofurlítið um“. „Aldrei á ævi minni hef ég heyrt annað eins! Hvað eruð þér að bulla? Opnið hurðina svo ég kom- ist út“. „Þér komist ekki út fyrr en þér hafið sagt mér hvar ávísunin er geymd. Þér hafið hana ef til vill ekki á yður, en þér skuluð verða að segja mér hvar hún er, fyrr opna ég ekki“. 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.