Heimilisritið - 01.03.1947, Side 9

Heimilisritið - 01.03.1947, Side 9
„Þér getið ekki haldið mér inni- lokuðum hér“. „Jæja? Ég skal nú sýna yður það. Við erum langt úti á engjum. Þar sem sjaldan kemur nokkur maður. Þér getið fengið að húka þarna í átta daga, ef mér sýnist svo. Ég skal fullvissa yður um það, að ég hef reiknað þetta allt nákvæmlega út“. Purvis hugsaði sig um. Hann langaði ekki til að sitja þarna lengi innilokaður. „Ég hef ávísunina ekki á mér“, sagði hann. „Svo vit- laus er ég ekki“. „Hvár geymið þér hana þá?“ „Það segi ég ekki“. „Þér sleppið ekki út fyrr en ég ég hef fundið hana“, sagði Emma. „Þó ég þurfi að fara sjálf til borg- arinnar og rannsaka íbúð yðar. Það var einkar hugulsamt af yður að láta lyklakippuna liggja á nátt- borðinu yðar. Ég hugsa að ég hafi hérna alla þá Iykla. sem þörf er á. Verið þér sælir á meðan, við sjá- um til, hvort ég get heimsótt yður seinna í dag“. Hún hristi lyklakippu yfir gat- inu, og Purvis bölvaði. Hann heyrði því næst eitthvert umstang við dyrnar, sem hann vissi ekki hvað var. Iíann kastaði sér á hurð- ina af öllu afli, en hún haggaðist ekki um hársbreidd. „Það eru fjórar slár fyrir hurð- inni“, heyrðist rödd Emmu segja í nokkrum fjarska. „Það er ger- samlega vonlaust fyrir yður að reyna að brjótast út. Sælir!“ Hún heyrði hann hamast á hurð- inni meðan hún óð í land í háum gúmmístígvélum, sem hún hafði verið svo forsjál að setja um borð. Hún hélt rakleiðis til járnbrautar- stöðvarinnar og notaði tímann, meðan hún beið eftir lestinni, til að síma til Agötu og spyrja um heimilisfang Ríkarðs i London. Hún gaf enga skýringu, en lét bara vinstúlku sína vita það, að hún þyrfti hvorki að óttast um unn- ustann né vélbátinn, báðum liði prýðilega. Það var aðeins einnar klukku- stundar ferð til London, og litlu síðar stóð hún við dyr Ríkarðs Purvis á annarri hæð í Jermyn- stræti 13. Hún var óþreyjufull eftir að vita, hvort nokkur væri inni í íbúðinni, en þegar hún hafði hringt þrisvar, án þess að svarað væri, opnaði hún með smekkláslykli í lyklakippu Ríkarðs. Fyrst gáði hún að því hvort nokkur væri heima, og þegar hún hafði gengið úr skugga um, að svo var eigi, fór hún að rannsaka skrif- stofuna. Þar stóð gamaldags pen- ingaskápur, og hjarta hennar tók að slá örar. Auðvitað geymdi hann ávísunina í skápnum. Emma fann brátt lykilinn, sem gekk að skápnum. Inni í peninga- skápnum lágu skjálabunkar. Ilún HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.