Heimilisritið - 01.03.1947, Side 11

Heimilisritið - 01.03.1947, Side 11
datt í hug, að hér væri ef til vill hjálpar að vænta. „En nú vitið þér það“, sagði s'túlkan akveðin, „og ég vil vara bæði yður — og hann, við að gleyma því“. Emma brosti. „Þér þurfið ekki að óttast um mig“, svaraði hún, ,;en ... “ „En hvað — hver — ... Kom- ið þessu út úr yður“, sagði sú rauðhærða áfjáð. Emma leit á stúlkuna og varð sannfærð um, að ef nokkur gæti velgt riáunga eins og Purvis undir uggum, þá myndi slíkur kvenmað- ur sem þessi ekki ólíkleg til þeirra .hluta. „Segið mér“; sagði Emma föst- um rómi, „hefur hann virkilega sagt yður, að hann ætlaðiiil Birm- ingham?“ „Já, það gerði hann“. „Það var merkilegt. Hann er nefnilega á allt öðrum stað. Hann er í heimsókn hjá fjölskyldu unn- ustu sinnar“. Sú rauðhærða virtist ætla að fá slag. Hún starði framan í sakleys- islegt andlit Emmu og greip fast um handlegg hennar. „Hvað segið þér!“ hrópaði hún. „Hverri er hann trúlofaður ... “ Emma var þolinmóð gagnvart hinni undarlegu framkomu þeirrar rauðhærðu. Hún brosti vingjarn- lega til hennar og hélt áfram: „Purvis er trúlofaður vinstúlku minni. Ég verð þó að játa, að vin- stúlka mín er síður en svo hrifin af þeirri trúlofun. En Purvis hefur náð tangarhaldi á henni út af vissu skjali, sem ég vonaðist til að finna hér“. „Skjali, segið þér — var það skjalið, sem þér áttuð að sækja?“ „Já, en ekki með vilja Purvis. Ég vonaði að finna það, til þess að geta hjálpað vinstúlku minni“. Sú rauðhærða sleppti takinu á handlegg Emmu og fór að ganga um gólf með hendurnar á síðun- um og hella úr hverrl hótuninni annarri hroðalegri gegn „þessum glæpamanni“ — „þeim erkió- þokka“ — „svikahundi" o. s. frv. Svo stanzaði hún allt í einu og glápti á ungu stúlkuna. „Ríkarð- ur hefur þá ekki sent yður hing- að?“ Emma hristi höfuðið. „Og ef þér fynduð skjalið, þá y. “ „Þá yrði vinstúlka mín frjáls, og myndi samstundis slíta trúlof- uninni“. Su rauðhærða sló með kreppt- um hnefa í lófann á hinni hend- inni. „Þá get ég líklega hjálpað yður, góða mín“, sagði hún. „Gáið í töskuna, sem hann hefur með sér — í lokið á henni. Þegar hann setti farangurinn niður var ég, hérna og sá, að hann stakk papp- írsblaði undir fóðrið á lokinu. Ég spurði hann, hvað það væri, og hann sagði að þetta væri afar dýr- HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.