Heimilisritið - 01.03.1947, Page 19
Sfúlkan hinum megin við ganginn
Ilann ájormaði og drýgði glæpinn
af dæmafárri nákvœmni og kald-
rifjaðri rósemi. Ilonum sást aðeins
yfir eitt atriði, og fiað hefði ef til
vill ekki komið að sök, ef hún
hefði ekki orðið á vegi lians.
★
Smásctga eftir DAVID EVANS
*
RICHARD Carton hafði setið
í þrjár klukkstundir við snarkandi
arineldinn. Ilann hallaði höfðinu
aftur og dró andann djúpt. í þess-
ar þrjár stundir hafði hugur hans
skoðað sérhvert atriði í því áformi,
sem hann hafði sett sér, og nú
þurfti hann frernur öllu öðru að fá
sér vænan whiskysopa.
Hann rétti út höndina eftir glas-
inu, setti það á munn sér og tæmdi
með velþóknun, eins og maður,
sem unnið hefur til hjartastyrk-
ingar eftir langa mæðu.
Þarna, sem liann sat, myndi eng-
um hafa til hugar kornið, að hann
væri mesti smyglari í Englandi.
Og þó stjórnaði þessi ungi, fölleiti
maður smyglaraflokki, sem lög-
reglunni hafði ekki tekizt að stöðva
í þrjú ár. Og, hugsaði Carton, ég
skal ekki láta stöðva mig nú, þeg-
ar ég hef næstum náð því marki,
sem ég setti mér.
Carton hafði gefið sjálfum sér
þrjú ár. Á þeim tíma ætlaði hann
að sanka saman auðævum, svo að
hann þyrfti ekki framar um æv-
ina að tefla á tvær hættur. Hann
vissi, að það var erfitt að fremja
glæpi til lengdar af slíkri varkárni,
að ekki gæti hugsazt að spor fynd-
ust, sem lögreglan gæti rakið. Hann
vissi, að hversu umhyggjusamlega
sem hann skipulagði fyrirtæki sín,
var þó ætið einhver áhætta þeim
samfara. Heppni þurfti til, hversu
mikla hæfileika sem maður kynni
að hafa, til þess að geta gert ráð
fyrir öllum möguleikum fyrirfram.
Fjtít mánuði síðan hafði sá at-
HEIMILISRITIÐ
17