Heimilisritið - 01.03.1947, Page 33

Heimilisritið - 01.03.1947, Page 33
mikla undirbúningsstarf var liafið. Aðalforingi þessara fram- kvæmda á ströndinni við Dunkirk af hendi flotans, var W. G. Ten- nant, höfuðsmaður, C. B., M. V. 0. Skipalægin í Dunkirk voru ekki lengur nothæf nema fyrir smáskip, vegna þess að skipurn hafði verið sökkt í sprengjuárásum í aðalhöfn- inni. En hvað scm því leið var hafnarsvæ&ið of heitt til þess að menn gætu hafizt þar mikið við, vegna brennandi vöruhúsa og olíu- gejmia. Skip gátu ennþá lagzt að garðinum í flæðihöfninni, en það mátti heita ómögulegt, að komast að honum af landi vegna gífur- legs hita og linnulausra sprengju- árása. Austurgarðurinn var eina færa leiðin. En hann var ekki byggður handa skipum til að leggj- ast að, og mátti því búast við að hann brotnaði undan þunga mörg þúsund smálesta af skipum, sem slógust við hann um hvassar næt- ur. Hann hafði í upphafi og aðal- lega verið byggður til varnar gegn ágangi sjávarins. Það voru engar bryggjur á níu eða tíu mílna svæði á ströndinni, hvorki að austan né vestan. En þar sem útskipun af þessari einu brvggju myndi ekki nægja til þess að koma öllu liðinu á brott í tæka tíð, var ákveðið að menn skyldu fara í smábáta í fjörunni, og síðan fluttir um borð í stærri skip, sem lágu út á sundinu. í marga daga hafði verið stöðugur straumur af smábátum milli skipanna og lands. Megnið af birgðum hersins var flutt þá leið í land, af því að aðal- höfninna var ekki hægt að nota sökum eida og sprengjuárása. Brauðmat, kjöti og skotfærum var lent í fjörunni af smábátum, og þannig varð að fara að á meðan á útskipun hersins stóð. Styrjaldir gera jafnvel hin ein- földustu viðfangsefni flókin. Og þetta var aldrei auðvelt viðfangs- efni. Jafnvel á friðartímum hefði þetta ekki verið talinn neinn leik- ur. Segðu hinum slyngasta skipa- miðlara að senda nægan farkost röskar fjörutíu mílur til að flytja yfir þrjú hundruð þúsund manns á brott innan hálfs mánaðar, frá einni höfn og einni bryggju og skila þeim til staðar rúmar fjörutíu mílur burtu. Láttu hann hafa viku til undirbúnings og aðra viku til að vinna sjálft verkið, og hvað eru svo miklar líkur til að hann lyki því? Á friðartímum þyrfti skipamiðl- arinn ekki að gera annað er^ síma, til að leigja sér skip. Iíann gæti unnið að þessu í friði og án tafa. Allt væri mjög einfalt og auðvelt. En hvað heldurðu að þú gætir fengið marga skipamiðlara í ölllum heiminum til að vinna verkið? Get- ur þú bent á nokkurn? Framhald í næsta hefti, HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.