Heimilisritið - 01.03.1947, Qupperneq 36
þeim Víbekku í hug að trúlofast
myndi Vera ekki gera minnstu at-
hugasemdir við það. Að öllu at-
huguðu hlaut stúlkan að hafa úr-
skurðarvald, án áhrifa annarra.
Lífið hafði kennt henni að slíkt
var happadrýgst.
Hvað viðvék þessum dularfulla,
miðaldra manni, þá lá engin vissa
fyrir því að nauðsynlegt væri að
taka þetta svo alvarlega. Það var
sumar og dansinn í veitingahúsinu
gat auðveldlega vakið hýrt augna-
tillit og ástaróra. Vera var ekki
blindur áhangandi þeirrar skoðun-
ar, að ávallt bæri að blanda sér
í málefni æskunnar. í flestum til-
fellum óskar æskan þess, að gera
sjálf upp sín mál, og afskipti á ó-
heppilegum tíma geta hæglega úti-
lokað hverskonar trúnað. En undir
öllum kringumstæðum hlaut hún
að láta sem hún skildi meðalgöngu
frú Helmersen.
„Að sjálfsögðu er maður við-
kvæmur fyrir börnum sínum“,
sagði Vera, — „og nauðug vildi é,g'
horfa á, að Víbekka lenti í vand-
ræðum. En haldið þér að þetta sé
svo alvarlegt í raun og veru?“
„Eg er smeyk um það, frú
Busch. Til dæmis veit ég, að Ví-
bekka hefur haft mjög leynileg
stefnumót við hann. Því hefur
írena sjálf trúað mér fyrir“.
Vera gat varla leynt hæðnis-
brosi við umhugsunina um svo
„mjög leynileg stefnumót“!
„Hafið þér hugmynd um hver
maðurinn er?“
„Já, það er mjög ríkur kaup-
sýslumáður. Nafn hans er Gústaf
Ernberg. Hann býr í veitinga'hús-
inu“.
Um leið og Vera heyrði nafnið
varð svipur hennar grafalvarlegur.
Hún stóð á fætur.
„Ég er yður------mjög þakklát,
frú Helmersen, og jeg held-----að
við ættum að fara báðar niður í
veitingahús!"
Vera stóð við hlið frú Helmer-
sen á svölum hins stóra danssals í
veitingahúsmu. Hún sá, hvar
Gústaf Ernberg dansaði við Ví-
bekku. Vissulega var það hann.
Auðvitað hafði hann breytzt.
Hann var orðinn grár í vöngum
og augnaumbúnaðurinn talaði sínu
máli um hin mörgu ár sem voru
liðin síðan. — En annars hlaut
hún að játa, að hann hafði haldið
sér mjög vel. Hann var grannur,
sólbrenndur og augsýnilega mjög
góður dansmaður. Það gat ekki
talizt neitt athugavert, að hann
skyldi dansa við kornunga stúlku.
— En þessi unga stúlka var dóttir
hennar. — Víbekka var klædd
ljósgrænum kjól og hafði blóm í
hárinu. Glampi augna hennar varð
ekki msiskilinn. Hún bar með sér
töfrakennda hrifni.
Ósjálfrátt lokaði Vera augunum.
í nokkur augnablik var sem árin
34
HEIMILISRITIÐ