Heimilisritið - 01.03.1947, Page 61

Heimilisritið - 01.03.1947, Page 61
„Við höfum að sjálfsögðu at- liugað peningahlið málsins. Mat- reiðslukona yðar segir, að hann ha'fi gert nýja erfðaskrá — og undii-skrifað hana — daginn, sem hann var myrtur. Við vitum-allt um þá erfðaskrá, þótt svo virðist, sem Beatrice hafi viljað fela hana fyrir okkur“. „Þér —“ sagði Marcia, en þagn- aði. „Við höfðum ýmsar ástæður til að gruna Beatrice, þangað til í gærkvöld“. „Þér teljið þá að — sá sami hafi framið bæði morðin?“ spurði Marcia lágt. „Það bendir margt til þess. Bæði eru þau framin á svipaðan hátt“. Iíann hálflokaði augunum og sagði ísmeygilega: „ Meðal annarra orða, þér hafið auðvitað notað skærin iðulega“. „Ja, ja . „Svo yður hefur dottið þau í hug, þegar þær ætluðuð að opna — fatabögglana“. „Já, eðlilega. Ég var uppi; nagla- skærin mín hefðu ekki verið nógu sterk“. „Jæja. Svo þér komuð þá niður til þess að sækja skærin?“ „Já“. „Og sáuð engan?“ „Nei, ja, það er að segja —“ „Hvað?“ • „Ég hélt hálfpartinn, að einhver væri inni í bókastofunni, hefði að minnsta kosti verið þar skömmu áður, því að ég varð vör við, að það var kveikt þar rétt sem snöggvast. Og þegar ég skrapp inn þangað, liélt ég að Gall —“. Hún þagnaði snögglega. „Ég hélt að einhver væri þar. En þegar ég kveikli á skrifborðslampanum, sá ég. engan. Ég tók skærin og fór upp aftur“. „Ég skil“, sagði hann efabland- inn. „Svo voruð þér læstar inni rétt á meðan morðið var framið?“ „Já“. Iíún fann að ha^in tor- tryggði hana og hélt áfram að skýra honum frá þessu í smáatrið- um. Loks sagði hann: „Jæja, en kom- um nú aftur að því, hver ástæðan kann að vera fyrir morðinu. Lítum nú á: Ung og falleg kona er gift manni, sem er óbilgjarn og grimm- ur við hana, bæði ósjálfrátt og af ásettu ráði. Hún getur ekki skilið við hann — eða að minnsta kosti gerir hún það ekki. Ef til vill er hún hrædd við manninn. Ef til vill er hún orðin svo þróttlaus, and- lega, að hún hefur ekki magn til að þrjózkast gegn honum. Eða, ef til vill, hefur hún ekki — að svo komnu — nógu mikla og knýjandi ástæðu til að yfirgefa hann. Sem sagt“. Jacob Wait andvarpaði, „hún hefur ekki — enn — orðið ástfangin af öðrum manni. — Nei, grípið ekki fram í fyrir mér, fyrr en ég hef lokið máli mínu. — Nú, HEIMELISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.