Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 19
hann hirðfólkið umhverfis sig —“ hver vogar sér að móðga oss með þessu guðlausa spotti? Grípið hann og sviptið af hon- um grímunni, svo við vitum hvern við hengjum í dögun!“ Það var í austursalnum, þeim bláa, að Prinsinn Gæfusami mælti þessi orð. Þau hljómuðu gegnum alla sjö salina, því prins- inn var hraustur maður og radd- sterkur, og hljóðfæraslátturinn þagnaði er hann lyfti hönd sinni. Það var í bláa salnum að prinsinn stóð með hóp af fölum hirðmönnum sér við hlið. Fvrst, er hann tók til máls, gerðu nokkrir úr hópnum sig líklega til að ráðast á hinn óboðna gest, sem þá var nálægt þeim og nú gekk rólegum, tignarlegum skrefum í átt til prinsins. En vegna kynlegs uggs, sem vit- firringslegt gerfi trúðsins hafði skotið þeim í brjóst, rétti eng- inn fram hönd til að grípa hann, svo að hann gekk óáreittur rétt framhjá prinsinum, en hirðfólk- ið hrökk allt undan upp að veggjunum. Hann hélt áfram, hægum, hátíðlegum skrefum eins og fyrr, gegnum bláa salinn inn í þann purpuralita — þaðan í hinn græna, þannig áfram gegnum alla salina til hins svarta. En þá var það, að Prinsinn Gæfusami, óður af reiði og skömm vegna augna- bliks bleyðimennsku sinnar, ruddist gegnum salina sex, en enginn fylgdi honum vegna dauðaskelfingar, sem gripið hafði allt- fólkið. Hann hélt á nöktum rýtingi og átti aðeins eftir þrjú skref til ókunna gests- ins, sem nú var kominn að innsta vegg svarta salarins, og stóð andspænis prinsinum. Það kvað við skerandi óp — og rýtingur- inn féll glitrandi á gólfábreiðuna, þar sem Prinsinn Gæfusami engdist andartaki síðar í dauða- stríði sínu. Þá urðu gestir hans gripnir hugrekki örvæntingar- innar, þeir þyrptust inn í svarta salinn og gripu trúðinn, sem stóð í skugga íbenholtsklukk- unnar, tignarlegur og hreyfing- arlaus. Þeir lirópuðu í máttvana skelfingu, þegar þeir urðu þess varir, að líkklæðin og dauðsgrím- an, sem þeir réðust á svo ofsa- lega, varð tóm eitt í höndum þeirra. Nú vissu allir að Rauðidauði var mitt á meðal þeirra. Hann hafði komið eins og þjófur á nóttu. Einn af öðrum féllu svallararnir á blóðidrifin salar- gólfin, og dóu skelfingardauða. Og líf íbenholtsklukkunnar fjar- aði út um leið og hins síðasta veizlugests. Og ljós kertanna brunnu út. Og myrkur og rotn- un og Rauðidauði réðu ríkjum. ENDIR HEIMILISRITIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.