Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 5
Hér hefjast æviminningar hertogans af Windsor — áður prinsins af Wales — ríkisarfans, sem kaus heldur að af- sala sér konungstign í Bretlandi, en að svíkja konuna, sem hann unni Ævísaga hertogans af Windsor Skráð af honum sjálfum Ævisaga þessi birtist sem greinaflokkur í brezka stórblaðinu „Sunday Express", síðastliðinn vetur. Hún vakti gífurlega at- hygli og hefur síðan verið þýdd á flestöll tungumál heimsins. — Heimilisritið hefur keypt einkaréttindi á birtingu hennar í ís- lenzkri þýðingu. Prins fæðist. í DAGBÓIC föður míns frá árinu 1894 er þetta ritað: „White Lodge, 23. júní. Klukkan 10,00 fæddist fallegt sveinbarn, sem vóg 8 pund. . .. Mr. Asquith (innanríkisráðherrann) kom _ til að líta á hann“. White Lodge í Richmondgarð- ingum, Surreyhéraði, var heim- ili afa míns og ömmu í móð'ur- ætt, hertogans og hertogafrúar- innar af Teck, og einhvernveg- inn minnir mig, að þetta hafi verið í síðasta skiptið, sem faðir minn notaði þetta sérstaka lýs- ingarorð um mig. Húsið átti sína sögu. Karólína drottning, eiginkona Georges konungs IV., bjó þar, og ef borð- stofuborðið hefði mátt mæla, hefði það getað sagt frá því, er Nelson lávarður dýfði fingri sín- um í porvínið og teiknaði á borð- plötuna skýringamynd af hinni frægu sjóorustu sinni. Eg fæddist í þeirri viku, er Ascot-veðreiðarnar fóru fram, og kvöldið sem ég fæddist stóð afi minn, þáverandi Prins af Wales og og síðar Edvvard VII., fyrir stórum dansleik að Virginia Water, skammt þar frá. Afi minn stöðvaði hljómsveit- ina og tilkynnti: „Mér er sönn ánægja að mega tilkynna yður, að hertoganum og hertogafrúnni af York hefur fæðst sonur. Eg legg til að við skálum fyrir hinum unga prinsi“. Síðan hélt dansinn áfram. HEIMILISRITIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.