Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 37
„Já, svo sannarlega“, svaraði Klint. „Líttu bara á okkur! Nú höfum við verið gift í átta ár, og erum orð'in nærri þrítug. Reyndar skuldum við ekkert nema það, sem hvílir á húsinu, en það hefur ekki verið neitt sældarlíf fyrir tuttugu og fimm dollara á viku, þó oft hafi veríð gaman. Þess vegna hefðum við verið fífl að hafna slíku tæki- færi“. „Einkum vegna þess hve þetta er ágætt tækifæri“, sagði Hazel. „Fyrirtækið veitir þér starf í að- alskrifstofunni! Það virðist of * gott til að vera satt. Manstu, að ég var svo yfirkomin, að ég vissi ekki hvort ég átti að gráta eða hlæja, þegar þú sagðir mér, að þú myndir fá fjörutíu og fimm dollara á viku?“ „Og þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti eftir öll þessi ár, þó við hefðum aldrei þorað að vona neitt þessu líkt, og þess vegna varð þér svo mikið um“. Klint brosti við tilhugsunina. „Ég get vel játað, að' ég var dá- lítið ruglaður sjálfur. Alla leið- ina heim var ég að velta því fyr- ir mér, hvað þú myndir segja, er þú vissir, að við yrðum að selja húsið og flytja til borgarinnar“. „Vesalings vinurinn minn!“ Hazel hætti að horfa út um gluggann. „Ég fer nærri um það“. „Þú tókst þessu ágætlega“, sagði Klint. Hann tók um hönd- ina, sem hvíldi á öxl hans. „Það’ myndu eklci margar konur hafa sýnt slíkan skilning“. „Það var vegna þess að þú rakst ekki á eftir mér eins og flestir eiginmenn myndu hafa gert. Aðferð þín, að skrifa niður rökin, bæði með og móti, var al- veg rétt. Eftir að við gerðum það, gat hver og einn séð, að við áttum að kjósa borgina“. „Auðvitað“, sagði Klint. „Að minnsta kosti meðan við erum ung og fjörug. Einhverntíma, þegar við erum orðin eldri og efnaðri, væri ef til vill gott að flytja hingað' aftur. En núna megum við ekki halda neinar blindgötur. Við verðum að —“ Dyrabjöllunni var hringt, og þau sáu bíl framan við húsið. Þau leiddust út til að hitta ó- kunnu hjónin. EETIR ÞRJÁR annasamar klukkustundir stóðu þau öll fjög- ur úti á grasflötinni, hjá akbraut- inni. „Þá er þetta ákveðið“, sagði frú Rrown. „Við hittum ykkur í bankanum á morgun og skrifum undir samninginn, og við gerum ráð fyrir að flytja þann fyrsta næsta mánaðar“. Hún horfði aft- ur á húsið og sveitina í kring. „Ó, það er svo yndislegt, að HEIMILISRITIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.