Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 59

Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 59
síðar, stóð Poirot uppi á hæð- inni við Gull Cove. Hann sá ein- hvern niðri á ströndinni. Ein- hverja mjóslegna veru, í rauðri blúsu og bláum stuttbuxum. Poirot gekk varlega niður stig- inn. Linda Marshall sneri sér snögglega við. Poirot virtist sem það færi hrollur um hana. Hann settist gætilega niður, við hlið hennar. Linda horfði á hann, kvíðafullu augnaráði. Hún sagði: „Hvað — hvað viljið þér?“ Poirot sat þögull nokkra stund. Síðan sagði hann: „Þér sögðuð um daginn, við lögreglustjórann, að yður væri vel við stjúpmóður yðar, og að hún hefði verið góð við yður“. „Ég hef kannske ekki kært mig mikið um hana“, sagði Linda, „en það er ekki fallegt að vera að tala um það, þegar hún er dáin“. Poirot vaipaði öndinni. „Var yður kennt þetta í skól- ?(( „Já, að nokkru leyti“. „Þegar um morð er að ræð’a, er mest um vert, að segja sann- leikann. Ég hef tekið að mér það hlutverk, að komast að því, hver myrti Arlenu Marshall?" „Ég held að einhver æðisgeng- inn, vitstola maður, hafi myrt hana“, sagði Linda. „Nei — það held ég nú ekki“, sagði Poirot. Linda saup hveljur. „Það' er — það er eins og þér vitið?“ „Getur verið, að ég viti það“, sagði Poirot. „Ég vona að þér treystið mér til þess að vera yð- ur hjálplegur í raunum yðar, eft- ir beztu getu“. Linda stökk á fætur. „Ég hef engar raunir. Þér get- ið ekkert hjálpað mér. Ég veit ekki við hvað' þér eigið“. Poirot horfði í augu hennar. Hann sagði: „Ég á við kerti .. .“ Hann sá hvernig augnaráð hennar fylltist skelfingu. Hún hrópaði: „Ég vil ekki heyra þetta. Ég hlusta ekki á yður“. Hún hljóp eftir fjörunni, eins og hind á flótta, og stökk upp eftir stígnum. Poirot hristi höfuðið. Hann var þungt hugsandi. XI. KAPÍTULT I. COLGATE var að gefa lög- reglustióranum skýrslu. „Ég hef fengið upplýsingar um talsvert mikilvægt atriði. Það er viðvíkiandi efnahag frú Mars- halls. Ég náði tali af lögfræð- ingum hennar, og ég verð að segja, að mér brá í brún. Eins og þér munið, þá erfði hún fimm- tíu þúsundir punda, eftir Eskine HEIMILISRITIÐ 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.