Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 32
sanna hvílíkur yfirborðsmaður þú ert, til þess bara að sýna þér, að þú ferð ekki á bak við mig. Svo þú ert orðinn billiardspil- ari, Gúndi. Aðeins einu sinni? Það er meira en nóg. Nákvæm- lega sama hvort það er einu sinni eða þúsund sinnum, því þú ert glataður maður, Gúndi. Ef ég segði nú: „aðeins einu sinni“, hvað myndirðu þá segja við mig? En auðvitað er öðru máli að gegna með karlmenn, þeir gera aldrei neitt rangt. Og þú, sem þykist vera sóma- kær borgari og heimilisfaðir, Gúndi, þú getur verið í burtu frá þínu yndislega heimili, burtu frá konu þinni og börnum — sem þú hefur reyndar aldrei hugsað neitt um — til þess að hanga á bill- iardstofu og pota með oddmjóu skafti í harðar kúlur og láta þær renna eftir grænum borðdúk. Það hlýtur hver einasta kona að vera undrandi yfir því, hvaða ánægju nokkur maður getur haft af svona bjánalátum. Ég kenni í brjósti um þig Gúndi. Og þú getur ekki haft hugann við annað en að „gera balla" — því svona er hrognamálið, sem þeir tala á billiardstofunum — „gera balla“, segi ég, „dúbla í miðgat“ og ég veit ekki hvað. Þú getur farið inn í billiardstofu — þú virðingarverður kaupmaður, sem þú að minnsta kosti lætur líta út fyrir að þú sért, því ef almenningur vissi allt, þá yrði virðuleiki þinn út í frá ekki upp á marga fiska — þú leyfir þér að spila billiard við stráklinga, sem varla er farið að spretta grön, en afrækir lieimili þitt. Gúndi, ég veit, að nú er úti um allt. Þú ert kominn út í myrkur spillingarinnar. Ég veit ekki um nokkurn mann, sem ekki hefur verið að eilífu glatað- ur, ef hann hefur stigið' fæti inn í billiardstofu. Hvernig var ekki með hann Valda frænda! Meiri sómamaður hefur aldrei fæðst á þessari jörð. Hann fékk ólækn- andi ástríðu í billiardspil, og hann bjó ekki með Siggu sinni í mánuð eftir það. Hamingju- samur maður? Og þú kallar þann mann hamingjusaman, sem segir skilið við konuna sína! Ég veit þá, hvað ég má eiga í vænd- um. Við getum ekki verið lengi saman hér eftir. Þetta hefur ver- ið í uppsiglingu að undanförnu. Nú verðum við loksins að skilja, og það eftir að ég hef verið þér sú kona, sem ég hef verið! En ég veit vel hver sökina á. Það er þessi bannsetti ekki sen Bjarnhéðinn. Ég vil kalla hann bannsettan, og ég er alls ekki eins vitlaus og þú kannske held- ur. Ef hann hefði hvergi verið nærri myndi þér ekki hafa dottið billiard í hug fremur en ég veit 30 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.