Heimilisritið - 01.10.1948, Side 51

Heimilisritið - 01.10.1948, Side 51
að hringja til þín og óska þér til hamingju í tilefni dagsins". Dot litaðist um. Allt var fínt og fágað. Gólfin voru skínandi eins og spegill, blómin vel hirt o. s. frv. I eldhúsinu var allt í bezta lagi. „Hefurðu alltaf frú Tomkin til þess að vaska upp og gera hreint?“ spurði Dot. „Já, auðvitað. Dettur þér í hug að' ég fáist sjálf við það“, svaraði Amy. Það fór hrollur um Dot. þe<rar hún hugsaði um sitt, eigið eldhús. Þar var ekki búið að gera hrein mataríIáHn frá því í vær. Tim vildi að bau færu í kvikmvnda- hús klukkan siö. Og þegar þau komu heim fór Tim að lesa upp- hátt fvrir hana. úr bók, sem hann hafði fengið lánaða. Svo var vitanlega allt í óreiðu í bað- herberginu eftir Tim, og allir öskubakkar fullir. „Á hvern hátt ætlið bið að halda daginn hátíðlegan?“ spurði Amy. Hún sat og snyrti neglur sínar, sem enga nauðsyn bar til. Dot svaraði: „I dag ætla ég að sleppa öllum uppþvotti. Og á morgun ætla ég að fara í hár- greiðslustofu og láta gera mig reglulega fína“. Amy sagði: „Þeir Tim og Barry vinur hans verða ekki í vandræðum með að skemmta sér. Það er gott, að í dag er sunnudagur. Við getum borðað saman á eftir“. Amy varð ekki hissa út af smámunum. Dot þótti ekki eins skemmti- legt að borða með Amy og hún hafði vænzt. Hún hugsaði um, að Tim myndi ekki fá eins góð- an mat og hún. Þær borðuðu í veitingahúsi, og maturinn var ágætur. Þegar þær komu heim í íbúð Amvs settist Dot við' glugga og horfði út á götuna. Þar var fátt manna, vegna þess að þetta var sunnudagur. Amy var að lesa skemmtirit. Hún var ekki eins kát og fjörug og venjulega. Það var auðséð, að hún hugsaði mest um sjálfa sig. Dot vissi, að hún gæti fengið stöðu sína aftur í skrifstofu Ben- hams. Ekki var annað en hringja til hans í fyrramálið. Ef til vill fengi hún launahækkun. Amy myndi heldur ekki vera því mót- fallin, að' hún flytti aftur til hennar. íbúðin var ágæt, og ró- legt að búa þarna. Rólegt. Ef til vill full rólegt. Reglusemi er ágæt dyggð. En hún getur gengið of langt, hugs- aði Dot. Heimili þurfa ekki að vera eins fáguð og sjúkrahús. „Það var gaman að því, þeg- ar Tim var að sækja þig og fara nieð þig á skemmtanir", sagði Amy allt í einu upp úr þurru. HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.