Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 21

Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 21
ir sig og hafurtask sitt. Þegar honum loksins tókst að þrengja sér inn í fimmtu lestina, varð hann að þola ýmiskonar móðg- unáryrði frá ferðafélögum sín- um, er stungu sig á trénu og rifu sig á þyrnunum. En verst af öllu var þó hugs- unin um það, hvað Jóhanna myndi segja. Ef hann hefði ekki borið syo mikla virðingu fyrir yfirmanni sínum, hefði hann gjarnan kastað öllu saman út um gluggann eða skilið það eftir í lestinni. En aldrei var að vita, nema það kynni að‘ berast for- stjóranum til eyrna. Hann var svo niðursokkinn í þessar hugs- anir sínar, að hann var næstum búinn að gleyma að fara úr lest- inni á réttri stöð, og lestarstjór- inn varð að láta lestina bíða, meðan hann klöngraðist sár- gramur út úr vagninum og af- sakaði sig um leið á báðar hend- ur. Þegar hann var kominn nokk- ur skref frá stöðinni, heyrði hann einhvern hrópa í ákefð: „Jón! Jón!“ Hann sneri sér gramur við. Það var lítil, gömul kona, er hélt á pappakassa undir hendinní. Þetta var kunningjakona hans, og hann hafði alltaf verið mjög vingjarnlegur við hana, en hún hafði notað góðvild hans til að biðja hann að gera sér smá greiða eða fá lánað'ar hjá honum minni- háttar fjárupphæðir án þess að greiða þær aftur. „Gott kvöld, Jón! Þér eruð seint fyrir.. . . Eg er búin að bíða lengi eftir yður“. „Já, þér verðið að afsaka“, sagði Jón. „Mikið' ósköp, öllum getur seinkað“. Hún brosti hlýlega. „Svo er mál með vexti, að ég heyrði yður segja, hérna um dag- inn, að það væri óinögulegt að fá keypta rafmagnsjárnbraut. Ég hef eina, sem er ný að heita má. Drengurinn minn litli átti hana, og hún var víst mjög dýr. En þér skuluð fá hana fyrir tuttugu dollara“. Rafmagnslest! Aður en Jón vissi af, liafði hann tekið upp veskið. Hvílík heppni, að' hann skyldi vera nýbúinn að fá jóla- uppbótina. „Gjörið þér svo vel“, sagði hann. „Eg sæki lestina, þegar yður hentar bezt“. „Þakka fyrir, en ég er með hana hérna“, stundi gamla kon- an og velti byrði sinni í fang hans. „Ég vona að hún gleðji litla drenginn yðar. Gleðileg jól“. ^ Gleðileg jól! Því hafði hann í svipinn steingleymt. Hvernig gat hann, sem hafði þessa af- stöðu til jólanna, komið heim, ekki einungis með jólatré, held- ur einnig með rafmagnslest. HEIMILISRITIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.