Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 22
Hvað myndi Jóhanna segja? Hann verkjaði í bakið og hand- leggina undan byrði sinni, og honum fannst hann vera hálf- viti til aðhláturs fyrir alla, sem hann mætti. Nei, honum var öll- um lokið. Hann varð að setjast einhversstaðar inn og fá sér glas. Hann Iæddist inn í veitinga- húsið og velti af sér byrðinni í forsalnum. En ekki var hann fyrr kominn inn fyrir dyrnar en afgreiðslumaðurinn við barinn hrópaði: „Sælir Jón. Vitið þér hvað! Þér hafið unnið í jóla- happdrættinu!“ Hátíðlega rétti hann Jóni gríðarstóra gæs. „Gleðileg jól!“ Jon glápti á afgreiðslumann- inn. „Einn viský“, sagði hann að lokum. Jón hvolfdi í sig úr glasinu og bað um annað. Síð'an gekk hann út til að hringja í konu sína og segja henni, að hann kæmi ekki heim til kvöldverðar. Hann kærði sig ekki um að verða til áthlægis, er hann kæmi heim hlaðinn jólagjöfum, Hann hringdi tvisvar, en eng- inn svaraði. Afar einkennilegt. Kannske hafði eitthvað komið fyrir. Eða — kannske hafði Jó- hanna farið frá honum með drenginn til að halda jólin þar, sem þeim var ekki bannað að trúa á jólasveininn. ... Jón fékk sér eitt glas í viðbót. Þvinæst hringdi hann einu sinni enn. Aldrei neitt svar. Hann kallaði á afgreiðslumanninn. „Viljið þér gjöra svo vel að útvega mér vagn?“ Að lokum tókst afgreiðslu- manninum að ná í skröltandi leigubíl, og svo var jólatréð, þyrnivöndurinn, rafmagnslestin og gæsin látin í aftursætið. „Ég heyri sagt, að' þér eigið lítinn dreng“, sagði bílstjórinn skrafhreyfinn. ,JEg á sjálfur ell- efu börn. Nú eru þau öll gift út um hvippinn og hvappinn og sjálf búin að eignast börn“. „Stórkostlegt", sagði Jón við- utan. „Að vissu leyti og að vissu leyti ekki“, hélt bílstjórinn á- fram heimspekilega. „Nú, þegar konan mín er dáin, blessuð sé minning hennar, og börnin kom- in á tvist og bast, þá er kald- ranalegt að koma heim um jól- in“. Jón kipptist við. Kaldrana- legt! Ef hann nú með þrjózku sinni hafði flæmt Jóhönnu og Pétur að heiman, hvað hafði hann sjálfur þá til að lýsa og verma heimili sitt? Hann, sem hafði viljað ræna lítið barn dá- semdum jólanna. .. . Vagninn nam staðar fyrir ut- an hið dimma, kalda hús, og Jón borgaði, tók byrði sína og gekk hægt í áttina til aðaldyranna. 30 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.