Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 55

Heimilisritið - 01.12.1949, Blaðsíða 55
Tízkulæknir Framhaldssaga eftlr SARAH ELIZABETH RODGER Fcrgus horfði á óttaslegin andlit þeirra og sá, að þau höfðu þegar séð á svip hans, hvað gerzt hafði ... Phelps Dunstan hélt á Morgunblaðinu og hendur hans skulfu. Oskubakkinn við hlið hans var fullur af sígarettustúfum. Móðir hinnar látnu, frú Crenshaw, lá cirðarlaus í rúminu. Hún var nú ekki ung og fögur að sjá. Fergus hafði tek- ið eftir djúpum rákum á fótum hennar eftir þröngu skóna, en hún hafði spark- að þeim af sér. „Ég hef því miður sorgarfregn að færa ykkur“, sagði Fergus og vætti þurrar varirnar. Frú Crenshaw fór strax að gráta. „Hún er dáin!“ sagði Phelps Dun- stan. „Var það ekki það, sem þér ætl- uðuð að segja?“ „Jú“, sagði Fergus viðkvæmnislega, „og mér fellur það mjög þungt. Við Chard læknir gerðum allt, sem í okkar valdi stóð til að bjarga henni. Bamið er líka dáið“. „Hvar var Britton læknir?“ spurði frú Crenshaw grátandi. „Hvaða rétt hafði hann til að láta dóttur mína ...“ „Talið þér ekki svona“, sagði Ferg- us. „Það var ekki hægt að koma í veg fyrir þetta. Ég veit, að það er afar þung- bært fyrir ykkur bæði. Ég myndi vilja hjálpa yður, Dunstan, á hvaða hátt, sem væri“. „Viljið þér gera svo vel að senda hjúkrunarkonu til frú Crensaw", sagði Phelps Dunstan og stóð með erfiðis- munum á fætur. „Ég kem eftir stutta stund aftur. Ég ætla að fá mér frískt loft“. Hann reikaði fram hjá Fergusi út á ganginn. „Hann elskaði konu sína og þráði að eignast son. Það var mitt hlutverk að færa þau bæði aftur til hans, en ég brást!“ hugsaði Fergus í örvæntingu sinni. Hann þrýsti á hnapp við rúmið. „Komið með róandi lyf til frú Cren- shaw“, sagði hann- við hjúkrunarkon- una. Hún var rólegri, þegar hann fór frá henni. Síðan gekk hann inn í skrifstofu yfirhjúkrunarkonunnar og tók að rita það, sem hann þurfti. „Þér ættuð heldur að fara að hátta, Wyatt læknir', sagði yfirhjúkrunarkon- an í hluttekningartón, „þér hljótið að vera óskaplega þreyttur". Hún víkur ekkert að því, að þetta er fyrsta dauðsfallið í spítalanum um margra mánaða skeið, en hún er auð- vitað að hugsa um það. Þetta sagði Fergus við sjálfan sig. Honum leið afar illa. HEIMILISRITIÐ 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.