Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 32
annan endann og skálmarnar lafi út af hinum. Legðu svo aðrar buxur ofan á þær og láttu þær snúa í gagnstæða átt. Skyrtur, handklæði, vasaklútar og aðr- ir flatir hlutir eru svo lagðir ofan á bux- urnar og skálmarnar síðan brotnar gæti- lega þar yfir. Þegar taskan er full, eru jakkalöfin brotin yfir allt saman og þess vandlega gætt að þau hrukkist ekki þegar töskunni er lokað. — Þetta er að vísu ekki alveg óbrigðult ráð, en yfir- leitt heppnast það vel. AUMIR OG SVEITTIR FÆTUR Sp.: Kæra Eva. Ég er í vandræðum með fætuma á mér. Ég svitna svo á þcim og þeir verða oft aumir og þrútn- ir. Geturðu gefið mér eitthvað gott ráð við þessu? Þ. J. Sv.: Þegar þú þværð fæturna skaltu bursta þá með naglabursta. Það örvar blóðrásina, hreinsar ójöfnur og skapar vellíðan. Berðu duft (talkum) alltaf á fæturna áður en þú fcrð í sokka. Láttu það líka í skóna. Víxlböð eru mjög góð fyrir fæturna. Haltu þeim í heitu og köldu vatni á víxl. Ef fæturnir em aumir og heitir er ágætt að nudda þá lauslega upp úr Eau de Cologne, (láta það þorna og fara svo í hreina sokka). Nauðsynlegt er að nota rýmri skó á sumrin en veturna, því að fæturnir þrútna í hita. Athugaðu vel að láta tærnar hafa gott svigrúm. Áður en þú kaupir nýja skó skaltu athuga þá gömlu. Ef sólarnir eru eyddir á tánum, em þeir of smttir. Ef yfirleðrið hefur vaðist út yfir sólana, þá hafa þeir verjð of þröng- ir. Skiptu um sokka daglega og þvoðu fæturna oft. t SVÖR TIL ÝMSRA Til „Inger— Eins og ég hef oft sagt áður, þá er feimni ekki hættulegur sjúkdómur hjá skólastúlkum. Slíkt eld- ist venjulega af ungu fólki. Auk þess er oft eins heppilegt fyrir æskumeyj- ar, að tala lítið en hlusta þeim mun betur, ef þær ætla að vinna hylli þeirra, sem við þær em að tala. Það er að minnsta kosti staðreynd, að heimskar konur giftast alls ekki síður en skyn- samar konur. Hins vegar er það auð- vitað farsælla til frambúðar, að eigin- konur geti stutt eiginmenn sína með ráðum og dáð, ef um það er að ræða. Hvað klæðnað þinn snertir, get ég sagt það eitt, að ef tízkublöð og vinsamlegar saumakonur geta ekki fundið snið á háa og granna stúlku, þá get ég það ekki (enda fæ ég ekki frekari upplýs- ingar). Sértu alveg í vandræðum gæt- irðu tekið aðrar þér líkar til fytirmynd- ar, einkum þær, sem þér finnst bezt klæddar, án þéss þó — fyrir alla muni — að stæla þær beinlínis. Til „Blásnauðrar": — Mér þykir vænt um að ég hef getað hjálpað þér oft áður. En nú langar mig hins vcg- ar til að leita á náðir lesenda minna og biðja þá um að hjálpa þér. Þú spyrð um, hvernig þú eigir að ná blekbletti úr ljósblárri garnpeysu. Ef einhver get- ur, þá treysti ég honum til þess að gefa mér upplýsingar um það. — Við skulum sleppa seinni spurn- ingunni, fyrst þú vilt ekki lát birta bréfið, því að annars gætirðu komið upp um þig. Til „B. D.": — Þér má vera það huggun, að feimni er mjög algcng með- al unglinga á þínum aldri, en venju- lega hverfur hún af sjálfu sér. Oftast stafar hún af því, að æskumaðurinn hefur ekki fengið nægilegt öryggi eða er of upptekinn af sjálfum sér. Þegar hann hefur fengið meira jafnvægi lag- ast þetta. Eva Adams 30 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.