Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 57
lítið eitt af ávöxtum. Hún var dauð- þreytt og verkjaði í alla limi. „Ég má til með að fara snemma að sofa,“ sagði Howes og kveikti í pípu sinni, þegar hann hafði lokið við að borða. „Þú verður sjálfsagt að eft- irláta stúlkunni rúmið þitt, Doyle?“ ,,Já, auðvitað læt ég yður hafa rúm- ið mitt í bakherberginu, frú Sterling — eða á ég að ávarpa yður sem ungfrú Allison?" sagði Doyle, er varla hafði lit- ið af Joan síðan hann kom heim aftur. „Það er víst ckki eins veglegt og svefn- herbergi Hilary Sterlings, en þér verð- íð að afsaka það, af því við búum hér í miðjum frumskóginum." ,,Kærar þakkir," sagði Joan og stóð upp. „Ég held ég fari þá að sofa, ef þið viljið hafa mig afsakaða. Góða nótt.“ Doyle kvcikti ljós hjá hcnni, og hún fór ínn í bakherbergið og lokaði dyr- unum á eftir sér. Þar var hægt að loka að sér með þvcrslá, sem féll í tvo hringi er voru sinn í hvorum dyrastafnum. Eftir að hafa gengið frá slánni and- aði Joan léttara við tilhugsunina um, að henni væri þó a. m. k. óhætt í nótt. Þrátt fyrir þreytuna,) Ieið langur tími þangað til hún sofnaði. Hún lá og hlust- aði á óminn af samtali mannanna í fremra herberginu og á óhugnanlega skræki i' náttfuglum, sem voru á sveimi kringum húsið, en loks sofnaði hún værum svefni og vaknaði svo endur- nærð, en stirð í öllum liðamótum, og sá að sólin skem inn í herbergið. Hún lá dálitla stund vakandi og gat ekki áttað sig á, hvar hún var. Hún leit í kringum sig hálfringluð. Svo komu endurminningarnar um hina ó- hugnanlegu viðburði gærdagsins. Hún gat bara ckki skilið, að það væru ekki nema tuttugu og fjórar klukkustundir síðan hún stökk um borð í mótorbátinn og sigldi frá landi með Renu. Henni fannst hinir fyrri áhyggjulausu ævi- dagar sínir tilheyra óendanlega fjarlægri fortíð. „Það er sjálfsagt ekki annað fyrir mig að gera, en að rcyna að þrauka þetta af,“ sagði hún við sjálfa sig, með- an hún var að fara á fætur. „Að minnsta kosti má ég ekki missa kjarkinn." Hún tók þverslána frá, opnaði dyrn- ar og gekk inn í fremra herbergið. Þar sá hún svarta Doyle sitjandi í ruggustól með fæturna uppi á borði. Hann hélt höndum fynr aftan hnakka og reykti vindil, en flýtti sér að standa á fætur, þcgar hann kont auga á Joan. „Ég vona að þér hafið sofið vel,“ sagði hann og horfði nærgöngulum að- dáunaraugum á Joan. „Þér eruð fegurri en nokkru sinni fyrr.“ „Þakka yður fyrir, ég hef sofið á- gætlega," svaraði Joan fálega. „Er How- es lagður af stað?“ „Já, hann fór í birtingu, en það er vafasamt hvort hann kemst til Ulava fyrir myrkur. Það er mjög erfitt að kom- ast gegnum frumskóginn," svaraði Doyle. „Ég efast um að hann komist heim til Sterlings fyrr en á morgun, og hann kemur' tæplega þaðan aftur fyrr en þarnæsta dag, svo að við verð- um hér tvö ein í tvo daga eða lengur. En treystið mér, ég skal sjá um yður á allan hátt, kæra frú, og ég vona að okkur komi vel saman. Má bjóða yð- ur kaffi? Ég byrjaði strax að búa það til, þegar ég heyrði að þér fóruð að hreyfa yður.“ HEIMILISRITIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.