Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 33

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 33
' Sverrir Haraldsson: • Stormar hafa stœlt þig Stormar hafa fftælt þig og styrjaldirnar hert þig. Nepjan hefur níst þig, svo nú ertu eins og gengur kaldur líkt og klaki og kvartar ekki lengur Dauðinn hefur deyft þig og dapurleikinn veikt þig, vegleysurnar þreytt þig svo þú ert varla lengur lífsglaður og ljúfur líkt og varstu drengur. Sorgin hefur sært þig og söknuðurinn grætt þig, beztu vinir blekkt þig svo bærist varla lengur innst í þínu eðli æsku þinnar strengur En vorið hefur vermt þig og vonir hafa glatt þig. Söngur hefur seitt þig og sjálfsagt hljómar lengur innst í eigin barmi yndislegur strengur. Tröllin hafa tryllt þig og töfrar hafa ginnt þig, auðnuleysið elt þig svo ertu naumast lengur eins og þú varst áður yndislegur drengur. Sólin hefur signt þig og sunnanblærinn kysst þig, sumardýrðin seitt þig og svo mun verða lengur. Sérhver vorsins vinur víst er góður drengur. Myrkrið hefur mætt þig og margir hafa rægt þig, illar tungur elt þig svo ertu varla lengur einlægur í orðum eins og þú varst drengur. Trúin hefur treyst þig og tryggðin hefur styrkt þig, vonin hefur vermt þig svo verða muntu lengur bak við héluhjúpinn hjartagóður drengur. L . HEIMILISRITIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.