Heimilisritið - 01.05.1951, Page 33

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 33
' Sverrir Haraldsson: • Stormar hafa stœlt þig Stormar hafa fftælt þig og styrjaldirnar hert þig. Nepjan hefur níst þig, svo nú ertu eins og gengur kaldur líkt og klaki og kvartar ekki lengur Dauðinn hefur deyft þig og dapurleikinn veikt þig, vegleysurnar þreytt þig svo þú ert varla lengur lífsglaður og ljúfur líkt og varstu drengur. Sorgin hefur sært þig og söknuðurinn grætt þig, beztu vinir blekkt þig svo bærist varla lengur innst í þínu eðli æsku þinnar strengur En vorið hefur vermt þig og vonir hafa glatt þig. Söngur hefur seitt þig og sjálfsagt hljómar lengur innst í eigin barmi yndislegur strengur. Tröllin hafa tryllt þig og töfrar hafa ginnt þig, auðnuleysið elt þig svo ertu naumast lengur eins og þú varst áður yndislegur drengur. Sólin hefur signt þig og sunnanblærinn kysst þig, sumardýrðin seitt þig og svo mun verða lengur. Sérhver vorsins vinur víst er góður drengur. Myrkrið hefur mætt þig og margir hafa rægt þig, illar tungur elt þig svo ertu varla lengur einlægur í orðum eins og þú varst drengur. Trúin hefur treyst þig og tryggðin hefur styrkt þig, vonin hefur vermt þig svo verða muntu lengur bak við héluhjúpinn hjartagóður drengur. L . HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.