Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 37
um og hafði gott vit á dýrum vínum. Þegar hann minntist þess, er hann og Jim Hatherly voru fá- tækir nemendur í París, undr- aðist hann hversu örlögin hefðu dregið Hatherlv niður í svaðið en lyft honum í hæðirnar. En — það voru aðrar ástæður en örlögin. Það voru hæfileikarnir. Hann hafði sjálfur sanna hæfi- leika, þó takmarkaða, en Hat- herly virtist setja sér að njóta lífsins sem bezt. En gat þessi tötralegi, horaði gangstéttamál- ari í raun og veru verið Hat- herly? Grigson stóð upp af- bekknum, eins og hann yrði að fara og fullvissa sig um það, en settist aftur. Efinn hvarf. Þessi maður var enginn annar en Hat- herly. Hugur hans reikaði aftur til vormorgunsins í París þegar þeir hittu Nóru Blake í fyrsta sinn. Hún var svo írsk, að’ þeir urðu hrifnir. Hún var svo hrein, svo ótrúlega saklaus og hlátur henn- ar var unaðslegri og kátari en nokkur, sem Grigson hafði áður heyrt. Hún var einnig komin til Parísar til að nema málaralist. Hatherly hafði komið þjót- andi upp hrörlegan stigann inn í herbergi þeirra. „Grig!“ hrópaði hann. „Við erum fádæma heppnir! Yndis- leg vera hefur leigt herbergið fyrir neðan okkur. Bíddu bara þangað til þú sérð hana! Það líður næstum yfir þig, eins og mig. Ó, Grig, hún er dásamleg!“ Grigson hafði naumast litið upp frá verki sínu, en Hatherly þreif í handlegginn á honum. „Komdu niður og sjáðu sjálfur. Hún á engan sinn líka, get ég sagt þér“. Grigson var vanur hrifningu Hatherlys. „Eg ætla að mála meðan dags- birtan endist“, sagði hann. En hann varð að fara með Hatherly, sem lét hann engan frið fá. Hann rölti með honum niður í litla herbergið, þar sem stúlkan var að taka upp farang- ur sinn. Rissbækur og málara- áhöld lágu dreifð yfir riimið’. Hatherly kynnti hann á sinn sérstæða liátt. „Hérna er vinurinn, sem ég sagði þér frá, úngfrú. Hann er næstum eins fátækur og ég, en í sameiningu ætlum við að gera þér dvölina himneska hér í París. Er hún ekki eins yndisleg og ég sagði, Grig?“ I fyrstu hafði Grigson ekki verið á sama máli, þó hann léti það ekki uppi. En áður en hálf- tími var liðinn, var hann jafn heillaður og Hatherlv. Hún var ekki einasta falleg. Húðin vav svo fíngerð og mjúk, að'hún virt- ist lýst af innri birtu. Hárið var HEIMILISRITIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.