Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 29

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 29
r mjög úr hinni góðu merkingu draumsins. Dansirðu ein(n) eða horfir á aðra dansa, boðar það vináttuslit eða vonbrigði. Dansa við maka annars er fyrir ósamlyndi. Nöfn þeirra, sem dansað er við, gera merk- ingu draumsins oft góða eða vonda, eftir þýðingu nafnsins. Ef þig dreymir að þú dansir á tánum er það ábending um, að þú spennir bogann of hátt í metnaðargimd þinni að svo stöddu. Sumir segja að dans tákni dreymandanum grát. DAUÐI. — Að dreyma sjálfan sig dauðan merkir auðlegð og langlífi, sumir segja að það boði dreymandanum skjóta giftingu. Dreyma lif- andi mann dauðan: langlífi hans. Sjá dauðan mann deyja: ástvina- missir. Sjá dauðan mann, án þess að ræða við hann: dreymandinn mun deyja á sama hátt og sá dauði. Deila eða slást við dautt fólk: lífsháski. Kyssa dauðan mann: veikindi, sumir segja langlífi. Faðma dauðan mann: mikill háski eða oftast feigð. Ræða við látna ætt- ingja: bending um að rækja betur skyldustörf sín. Gefa dauðum manni gjafir: eignatjón. Sumir álíta, að draumar um dautt fólk sé fyrir því, að vinur svíki mann í tryggðum, og að dreyma fjarlægan vin látinn boði góðar fréttir. Merkur draumaráðningamaður heldur því fram, að það sé gott að dreyma framliðið fólk, sjá það eins og það var á meðan það lifði og rabba við það. Þá sé dreymandanum óhætt að halda stefnu sinm óhræddur, því að hulin öfl séu honum til aðstoðar. Dreyma sig deyjandi, boðar ómerk loforð í eyra. DEILA. — Að eiga í harðvítugum deilum við cinhvern í draumi, getur vcrið fyrir einhverjum erfiðleikum, sem verða á vegi þínum, en sem þú niunt yfirstíga með þolinmæði. Hinsvegar muntu eiga marga góða vini og lifa yfirleitt kyrrlátu og hamingusömu lífi (Sjá Reiði). DEMANTAR. — Það boðar sorg og tjón að dreyma sig eiga mikið af demöntum. Taka þá upp og sýna þá: þú spillir framtíðarmöguleikum þínum. Geyma þá: hagnaður og góð atvinna. Henda þeim: þú munt sigrast á erfiðleikum þínum. Fá demanta að gjöf: óvildarmaður. DÍVAN. — Sjá Legubekkur. DJOFULLINN. — Það er ills viti að dreyma djöfulinn, og er oft fyrir aðsókn vondra manna. — Slíkur draumur er einnig varúðarmerki. Ginnandi freistingar eða þungbær reynsla mun brátt verða á vegi þínum, og þú munt þurfa á öllum styrk þínum að halda, til að láta ekki bugast — ef þú lætur þá ekki bugast. DRAUGUR. — Ef þig dreymir að þú sjáir draug eða vofu, sem veldur þér ótta, spáir það mikilli hamingju í hjónabandi þínu. Aðrir segja að það boði erfiðleika á næstunni. (Sjá Aftnrganga). DRAUMUR. — Draum sinn að ráða í svefni eða segja öðnim, er fyrir markverðum tíðindum. DRÁP. — Að drepa dýr eða fugla í draumi er happamerki, og að drepa niann er einnig fyrirboði hamingju, nema maðurinn sé faðir þinn, V_________________________________________________________________________J HEIMILISRITIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.