Heimilisritið - 01.05.1951, Side 29

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 29
r mjög úr hinni góðu merkingu draumsins. Dansirðu ein(n) eða horfir á aðra dansa, boðar það vináttuslit eða vonbrigði. Dansa við maka annars er fyrir ósamlyndi. Nöfn þeirra, sem dansað er við, gera merk- ingu draumsins oft góða eða vonda, eftir þýðingu nafnsins. Ef þig dreymir að þú dansir á tánum er það ábending um, að þú spennir bogann of hátt í metnaðargimd þinni að svo stöddu. Sumir segja að dans tákni dreymandanum grát. DAUÐI. — Að dreyma sjálfan sig dauðan merkir auðlegð og langlífi, sumir segja að það boði dreymandanum skjóta giftingu. Dreyma lif- andi mann dauðan: langlífi hans. Sjá dauðan mann deyja: ástvina- missir. Sjá dauðan mann, án þess að ræða við hann: dreymandinn mun deyja á sama hátt og sá dauði. Deila eða slást við dautt fólk: lífsháski. Kyssa dauðan mann: veikindi, sumir segja langlífi. Faðma dauðan mann: mikill háski eða oftast feigð. Ræða við látna ætt- ingja: bending um að rækja betur skyldustörf sín. Gefa dauðum manni gjafir: eignatjón. Sumir álíta, að draumar um dautt fólk sé fyrir því, að vinur svíki mann í tryggðum, og að dreyma fjarlægan vin látinn boði góðar fréttir. Merkur draumaráðningamaður heldur því fram, að það sé gott að dreyma framliðið fólk, sjá það eins og það var á meðan það lifði og rabba við það. Þá sé dreymandanum óhætt að halda stefnu sinm óhræddur, því að hulin öfl séu honum til aðstoðar. Dreyma sig deyjandi, boðar ómerk loforð í eyra. DEILA. — Að eiga í harðvítugum deilum við cinhvern í draumi, getur vcrið fyrir einhverjum erfiðleikum, sem verða á vegi þínum, en sem þú niunt yfirstíga með þolinmæði. Hinsvegar muntu eiga marga góða vini og lifa yfirleitt kyrrlátu og hamingusömu lífi (Sjá Reiði). DEMANTAR. — Það boðar sorg og tjón að dreyma sig eiga mikið af demöntum. Taka þá upp og sýna þá: þú spillir framtíðarmöguleikum þínum. Geyma þá: hagnaður og góð atvinna. Henda þeim: þú munt sigrast á erfiðleikum þínum. Fá demanta að gjöf: óvildarmaður. DÍVAN. — Sjá Legubekkur. DJOFULLINN. — Það er ills viti að dreyma djöfulinn, og er oft fyrir aðsókn vondra manna. — Slíkur draumur er einnig varúðarmerki. Ginnandi freistingar eða þungbær reynsla mun brátt verða á vegi þínum, og þú munt þurfa á öllum styrk þínum að halda, til að láta ekki bugast — ef þú lætur þá ekki bugast. DRAUGUR. — Ef þig dreymir að þú sjáir draug eða vofu, sem veldur þér ótta, spáir það mikilli hamingju í hjónabandi þínu. Aðrir segja að það boði erfiðleika á næstunni. (Sjá Aftnrganga). DRAUMUR. — Draum sinn að ráða í svefni eða segja öðnim, er fyrir markverðum tíðindum. DRÁP. — Að drepa dýr eða fugla í draumi er happamerki, og að drepa niann er einnig fyrirboði hamingju, nema maðurinn sé faðir þinn, V_________________________________________________________________________J HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.