Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 13
að hann hítti sjálfan sig hvað eftir ann- að í brjósdð. Axinja stóð upp, staðnxmdist við rúmið og horfði lengi á hann áhyggju- full og kvíðin á svipinn. Loksins herti hún upp hugann og vakti hann. — Hvað cr nú að? Hefurðu haft martröð? — Ég hef séð sýnir . . . nærri því, sagði Vaska. Réttu mér vatnið. Þegar hann hafði sopið á, hristi hann höfuðið og sagði: — Nei, ég vil ekki stofna neitt hús... Ég vil heldur reka verzlun. Ég hef feng- ið nóg af hóruhúsum. — Ver^lun . . . sagði Axinja dreyrn- andi. Það var orð í tíma talað. Það væri ekki svo galið að hafa dálitla húð. — Kemurðu þá með mér? spurði Vaska alvarlega og innilega. —- Er þér þá heilög alvara? sagði Axinja og hörfaði eitt skref. —- Axinja! hrópaði Vaska gjallandi rödd og reisti höfuðið frá koddanum. Ég lofa þér .. . Hann þagnaði allt í einu og sveiflaði handleggnum. — Ég fer ekki með þér, sagði Ax- inja ákveðin, án þess að bíða eftir fram- haldinu. Þú færð mig ekki til að fara héðan. •—- Jú, ef ég vil, sagði Vaska lágt. — Ég geri það ekki! —- Ég vil helzt ekki þvinga þig . . . En ef ég vildi, þá kæmirðu með. — Nei, ég vil það ekki! — Hver andskotinn er þetta! æpti Vaska æstur. Hvaða uppgerðarlæti eru þetta? Þú ert ekki of fín fyrir kassann hérna. Hvað á þetta að þýða? —- Það er annað mál, svaraði Axinja. En ég þori ekki að búa með þér . . . Það þori ég ekki . . . þú ert of ruddalegur! — Bjáni! Hvaða skilning hefur þú á þessum málum! hrópaði Vaska æfur. Heimskingi! Heldurðu, að það sé auð- velt fyrir mjg að vera eins og ég er? Röddin brást honum,- hann þagnaði og nuddaði brjóstið með heilbrigðu hendinni. Svo fór hann aftur að tala, lágri rödd og með ístöðulausum svip: — Hvað vitið þið, þetta kvenfólk, um mig? Það illa er ekki maðurinn allur. . . . Þið spurðuð mig aldrei neins. . .. Axinja, komdu með mér. — Talaðu ekki um það. Ég geri það ekki, sagði Axinja þrá og hörfaði tor- tryggin Iengra frá rúminu. Hvorugt þeirra vildi halda áfram. Tunglið skein inn í herbergið, og í tunglskininu vjrtist andlit Vaska ösku- grátt. Efann lá lengi kyrr, opnaði að- eins augun öðru hvoru. Dansinn dun- aði niðri með söng og hlátri. Þögnin þar uppi var rofin af hinuni rösklegu hrotum Axjnju. Vaska and- varpaði þungan. Að tveim dögum liðnum tókst að út- vega Vaska rúm í sjúkrahúsi. Það kom sjúkravagn með aðstoðar- lækni og burðarmann til að sækja hann. Þeir Ieiddu hann varlega niður stigann, og í eldhúsinu rakst hann á allar stúlk- urnar. Það fóru viprur um andlit honum, cn hann sagði ekkert. Þær horfðu á hann alvarlegum, ólundarlegum augum, sem ekki gáfu tjl kyn'na hið minnsta af því, sem þær hugsuðu um hann. Axinja og forstöðukonan hjálpuðu honum f frakk- ann; það var óþægileg þögn í eldhús- inu. HEIMILISRITIÐ II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.