Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 25

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 25
við tónfall þagnarinnar. Hver skuggavera er enn eitt þagnar- bil vinstra megin við mig. Fyrir fjórum trjám sagð'i ég: „Hvers vegna gengur piltur í regni? Það var fyrir afar löngu. Hvert tré er dálítill hluti af ei- lífðinni. Fyrir fjórum trjám. Nú fimm. Það er Ijósastaur fram- undan. Ljósið á honum hvíslar í regninu. Eg hef ekki sagt neitt í fjögur tré. Hvað ætti ég að miða við, ef engin tré væru? Það væri ekki hægt. Þá væri aðeins stígurinn og regnið og húmið. Það eru sjö tré á hvern ljósa- staur. Hvert tré er einn áttundi af ljósastaur. Nú er ljósastaurinn rétt fyrir framan. Nú hefur verið þögn í sjö tré og einn ijósastaur. Það' er eilífðarþögn. Það er vel líklegt, að kennslu- konan spyrji einhverntíma: „Hve löng er eilífðin?“ Og ég rétti upp höndina og segi: „Sjö tré og Ijósastaur“. Og hún segir: „Nú, hvernig vissir þú það?“ Og ég svara: „Ég gekk það einu sinni í regni“. Pilturinn stanzaði. Hann hall- aði sér upp að Ijósastaurnum, í skugga hans. Stúlkan stóð við lilið hans. Birtan féll á hana. Hún var einu skrefi á eftir eilífðinni. Hann sagði: „Hvers vegna gengur piltur í regni? Ég skal segja þér, hvers vegna piltur gengur í regni. Af því hann tel- ur regnið hollt. Það þvær, skol- ar burt. Ryki, föllnu laufi, mörgu. Rétt?“ „Já“. „Og stundum, þegar þú held- ur eitthvað sé dautt, og það rignir, þá vaknar það og byrjar að vaxa aftur“. „Ég veit“. „Þá er allt gott. Það er allt um lífið. Piltur fer út til að vökva eitthvað ósköp lítið. Hann er ekki viss um eitthvað. Hann er að' leita einhvers, svo hann fer út í rigninguna“. „Að hveriu leitaðirþú? Mér?“ „Ef til vill“. Þau gengu aftur af stað. Þau gengu nú niður hæðina. Neðan við hæðina voru hús og Ijós. Ljósin voru í litlum þyrpingum í skjóli hvers annars. Þau voru ekki í röð eitt og eitt eins og Ijósastaurarnir. Ekki einmana eins og Ijósastaurarnir, einn við sjöunda hvert tré, í regninu. Pilturinn sagði: „Piltur fer út í regnið, og þegar hann finnur það, sem hann leitar, fer hann aftur inn, þar sem hlýtt er, og honum þykir gott þar. Hann þarf ekki að' fara út í regnið aft- ur. Hann er ekki smeykur við að fara inn þar sem hlýtt er“. HEIMILISRITIÐ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.