Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 10
líta inn til elsku sjúklingsins okkar? æpti Lícla fnmtalega. Þær ruku upp stigann með hlátra- sköllum og skríkjum. Vaska lá mcð augun aftur og sagði án þess að opna þau: — Nú, þið cruð komnar aftur. — Okkur þykir þetta svo lciðinlcgt, Vasilj Mironytsj! — Heldurðu að okkur þyki ekki vænt um þig? — Manstu hvað þú barðir mig? Þær kölluðu ekki, en lögðu áhcrzlu á hvcrt orð og horfðu á hann mcð aug- um, sem tindruðu af illgirnislegri gleði. Hann endurgalt augnaráð þeirra með ró, og aldrei höfðu augu hans tjáð betur þetta óseðjanlega dularfulla hungur cn nú. — Takið þið eftir, hvað ég segi, dækjurnar ykkar. Þcgar cg kcm á fæt- ur. . . — Guð vill kannskc, að þú farir aldrci á fætur . . . tók Lída fram í fyr- ir honum. Vaska klcmmdi varirnar fast saman og þagði. — Kennir þig til í þessari smá- sprungu?' spurði ein stúlknanna, föl mcð samanbitnar tcnnur. Er hún þarna? — Hún grcip um brotna fótlegginn og herti að. Tcnnur Vaska skullu hart saman, og hann rak upp æðislcgt öskur. Hann hafði einnig meiðzt í vinstri handleggn- um, og þegar hann ætlaði að slæma þeim hægri að stúlkunum, hitti hann sjálfan sig í magann. Stúlkurnar skræktu af hlátri. — Þegið þið, skepnurnar ykkar! öskr- aði hann og ranghvolfdi augunum. Gætið þið ykkar! Ég skal gcra út af við ykkur! En stúlkurnar dönsuðu kringum rúm- ið, klipu hann og kreistu, toguðu í hárið á honum, hræktu framan i hann og kipptu í brotna fótinn. Augu þeirra skutu gneistum, þær hlógu og bölvuðu og dembdu yfir hann skæðadrífu af klúryrðum. Þær voru ringlaðar af hefni- girni. Hálfnaktar, í hvítum nærklæðum, sem sveifluðust um þær, rjóðar af æs- ingu, líktust þær hefninornunum. Vaska rak upp hvert öskrið af öðru og sveiflaði heila handleggnum í kring- um sig; forstöðukonan stóð ráðalaus í dyrunum og æpti: — Látið þið hann vera! Ég kalla á lögregluna! Þið drepið hann! Hja-álp! Engin hlustaði á hana. Hann hafði misþyrmt þeim árum saman — þeim voru aðeins gefnar mínútur til hefndar- innar, og ekki ein sckúnda skyldi fara til ónýtis. . . Allt í einu heyrðist í öllum látunum djúp, biðjandi rödd: — Látið þið nú þetta nægja! Stclpur, þetta er nú nóg! .. . Hann cr nú líka manneskja. Fyrir Krists skuld, látið þið þetta nægja. Hcyrið þið það! Þetta hafði sömu áhrif og köld vatns- gusa á stúlkurnar; þær hörfuðu skelk- aðar og hvumsa. Það var Axinja scm hafði talað. Hún stóð úti við gluggann og laut þeim djúpt að bænda sið; stundum spennti hún greipar um magann, stundum rétti hún hendumar biðjandi fram. Vaska lá hreyfingarlaus. Skyrtan var rifin að framan, svo að sá í breitt brjóst- ið þakið stífu, rauðu hári, það gekk upp og niður eins og það væri að springa. 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.