Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 25

Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 25
við tónfall þagnarinnar. Hver skuggavera er enn eitt þagnar- bil vinstra megin við mig. Fyrir fjórum trjám sagð'i ég: „Hvers vegna gengur piltur í regni? Það var fyrir afar löngu. Hvert tré er dálítill hluti af ei- lífðinni. Fyrir fjórum trjám. Nú fimm. Það er Ijósastaur fram- undan. Ljósið á honum hvíslar í regninu. Eg hef ekki sagt neitt í fjögur tré. Hvað ætti ég að miða við, ef engin tré væru? Það væri ekki hægt. Þá væri aðeins stígurinn og regnið og húmið. Það eru sjö tré á hvern ljósa- staur. Hvert tré er einn áttundi af ljósastaur. Nú er ljósastaurinn rétt fyrir framan. Nú hefur verið þögn í sjö tré og einn ijósastaur. Það' er eilífðarþögn. Það er vel líklegt, að kennslu- konan spyrji einhverntíma: „Hve löng er eilífðin?“ Og ég rétti upp höndina og segi: „Sjö tré og Ijósastaur“. Og hún segir: „Nú, hvernig vissir þú það?“ Og ég svara: „Ég gekk það einu sinni í regni“. Pilturinn stanzaði. Hann hall- aði sér upp að Ijósastaurnum, í skugga hans. Stúlkan stóð við lilið hans. Birtan féll á hana. Hún var einu skrefi á eftir eilífðinni. Hann sagði: „Hvers vegna gengur piltur í regni? Ég skal segja þér, hvers vegna piltur gengur í regni. Af því hann tel- ur regnið hollt. Það þvær, skol- ar burt. Ryki, föllnu laufi, mörgu. Rétt?“ „Já“. „Og stundum, þegar þú held- ur eitthvað sé dautt, og það rignir, þá vaknar það og byrjar að vaxa aftur“. „Ég veit“. „Þá er allt gott. Það er allt um lífið. Piltur fer út til að vökva eitthvað ósköp lítið. Hann er ekki viss um eitthvað. Hann er að' leita einhvers, svo hann fer út í rigninguna“. „Að hveriu leitaðirþú? Mér?“ „Ef til vill“. Þau gengu aftur af stað. Þau gengu nú niður hæðina. Neðan við hæðina voru hús og Ijós. Ljósin voru í litlum þyrpingum í skjóli hvers annars. Þau voru ekki í röð eitt og eitt eins og Ijósastaurarnir. Ekki einmana eins og Ijósastaurarnir, einn við sjöunda hvert tré, í regninu. Pilturinn sagði: „Piltur fer út í regnið, og þegar hann finnur það, sem hann leitar, fer hann aftur inn, þar sem hlýtt er, og honum þykir gott þar. Hann þarf ekki að' fara út í regnið aft- ur. Hann er ekki smeykur við að fara inn þar sem hlýtt er“. HEIMILISRITIÐ 23

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.