Heimilisritið - 01.05.1951, Side 37

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 37
um og hafði gott vit á dýrum vínum. Þegar hann minntist þess, er hann og Jim Hatherly voru fá- tækir nemendur í París, undr- aðist hann hversu örlögin hefðu dregið Hatherlv niður í svaðið en lyft honum í hæðirnar. En — það voru aðrar ástæður en örlögin. Það voru hæfileikarnir. Hann hafði sjálfur sanna hæfi- leika, þó takmarkaða, en Hat- herly virtist setja sér að njóta lífsins sem bezt. En gat þessi tötralegi, horaði gangstéttamál- ari í raun og veru verið Hat- herly? Grigson stóð upp af- bekknum, eins og hann yrði að fara og fullvissa sig um það, en settist aftur. Efinn hvarf. Þessi maður var enginn annar en Hat- herly. Hugur hans reikaði aftur til vormorgunsins í París þegar þeir hittu Nóru Blake í fyrsta sinn. Hún var svo írsk, að’ þeir urðu hrifnir. Hún var svo hrein, svo ótrúlega saklaus og hlátur henn- ar var unaðslegri og kátari en nokkur, sem Grigson hafði áður heyrt. Hún var einnig komin til Parísar til að nema málaralist. Hatherly hafði komið þjót- andi upp hrörlegan stigann inn í herbergi þeirra. „Grig!“ hrópaði hann. „Við erum fádæma heppnir! Yndis- leg vera hefur leigt herbergið fyrir neðan okkur. Bíddu bara þangað til þú sérð hana! Það líður næstum yfir þig, eins og mig. Ó, Grig, hún er dásamleg!“ Grigson hafði naumast litið upp frá verki sínu, en Hatherly þreif í handlegginn á honum. „Komdu niður og sjáðu sjálfur. Hún á engan sinn líka, get ég sagt þér“. Grigson var vanur hrifningu Hatherlys. „Eg ætla að mála meðan dags- birtan endist“, sagði hann. En hann varð að fara með Hatherly, sem lét hann engan frið fá. Hann rölti með honum niður í litla herbergið, þar sem stúlkan var að taka upp farang- ur sinn. Rissbækur og málara- áhöld lágu dreifð yfir riimið’. Hatherly kynnti hann á sinn sérstæða liátt. „Hérna er vinurinn, sem ég sagði þér frá, úngfrú. Hann er næstum eins fátækur og ég, en í sameiningu ætlum við að gera þér dvölina himneska hér í París. Er hún ekki eins yndisleg og ég sagði, Grig?“ I fyrstu hafði Grigson ekki verið á sama máli, þó hann léti það ekki uppi. En áður en hálf- tími var liðinn, var hann jafn heillaður og Hatherlv. Hún var ekki einasta falleg. Húðin vav svo fíngerð og mjúk, að'hún virt- ist lýst af innri birtu. Hárið var HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.