Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 2

Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 2
HVER ER ÁSTÆÐAN? „Eg cr ekkja á fimmtugsaldri og er mjög hrifin af manni, sem hefur sýnt mér mikla athygli. Hann virðist hafa dálœti á hörnum mínum. Hann er eink- ar alúðlegur og gjafmildur, en hann hef- ur einn stóran ókost: hann er mjög fuk- ttrslegur um cinkamál sín, og ég hef oft staðið hann að þvl að Ijúga stórlega. Alíturðu að kostir hans yfirgnæfi lest- ina?" ÞOTT gjafmildi og góð framkoma séu kostir, og dálæti hans á börnum þín- um sé líka sterkur póstur, þá er undir- hyggja hans og ósannsögli þeir lestir, sem einna sízt mega vera í fari eigin- manns. Ef þú getur ekki treyst honum, verður ævi þín sem eiginkona hans beiskjublandin. En hví skyldirðu ekki reyna að fá upplýst um ástæðuna fyrir óhreinskilni hans? Venjulega stafa slík- ir ókostir af óttatjlfinningu eða minni- máttarkennd. SLÆM TENGDAMÓÐIR „Tengdamóðir mín hefur sérstaka andúð á mér, sem hefur síður cn svo minnkað eftir að ég eignaðist harn. Þó reyni ég að gera henni til hæfis og láta hana ekki hafa neina ástæðu til að koma svona fram við mig. Þetta hvllir þungt á okkur. Hvað á ég að gera?“ 1ALAÐU við hana um málið. Segðu henni, að þér sé Ijóst, að hún hafi and- úð á þér og spurðu hana um orsök þess. Láttu bana heyra á þér, að þú viljir kappkosta að vinna hylli hennar svo að þið getið sýnt hvorri annarri skiln ng. Ef hún kemur ekki til móts við þig, er ég hrædd um að þú verðir að hætta við svo búið, en þú hefur þá gert þitt bezta. BARNIÐ VILL EKKI BORÐA „Það er heil plága að koma mat ofan í hann Sigga litla. Eg er farin að kvlða fyrir þvt á undan hverjum matmálstima, og tengdafólk mitt á ekki orð í eigu sinni yfir því, að ég skuli mata hann með skeið. En ég verð að fá hann til að borða með einhverju móti." ÞETTA er ekki óalgengt vandamál mæðra, einkum ef einbirni eiga hlut að máli, eða börn, sem eru afbrýðisöm út í yngri systkini. — Einfaldasta ráðið er að koma þessum kenjagiápum á dagheimili barna. Slík börn hafa oftast vamzt of miklu atlæti móðurinnar og þarfnast fé- lagsskapar jafnaldra sinna. En ef um dagheimili er ekki að ræða, verðurðu að taka málið föstum tökum. Gerðu þér fyrst ljósar eftirfarandi stað- reyndir: Venjulegt svangt barn borðar hvaða mat sem er — og smjattar á hon- um! Það gerir engu barni mein þótt það missi úr eina og eina máltíð — svelti jafnvel heilan dag. Börn, sem lát- ast ekki vilja borða nema með eftir- gangsmunum, eru venjulega að lertast við að vekja athygli móður sinnar. Það sem gera þarf, er að láta barnið vera sem mest úti og útiloka allt sætinda- át eða aðra aukabita milli máltíða. A (Framh. á 3. ká-pustðu).

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.