Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 5
Hann var þá orðinn einsöngv-
ari kirkjukórsins, og presturinn
hafði gefið honum talnaband með
dýrustu perlum að launum fyrir
söng hans. Presturinn hafði einn-
ig sagt, að guð hefði tekið rödd
hans í þjónustu sína til að básúna
út hið heilaga orð.
Ég veifaði til systkina minna
og mömmu, um leið og lestin
brunaði af stað með mig í áttina
til glötunarinnar.
Já, glötunarinnar — að vísu
voru árin, meðan frænka mín
lifði, full af hamingju og áhyggju-
leysi. Frammistaða mín á tónlist-
arskólanum var með ágætum, og
frænka var í sjöunda himni.
Einn góðan veðurdag kom
dauðinn í heimsókn til hennar, og
ég kom að henni látinni í rúminu.
Harmur minn var óskaplegur.
Eg byrjaði að drekka. Ég sinnti
ekki tónlistarnáminu, en notaði
allar stundir til þess að sitja á
kránni og drekka. Þegar ég hafði
drukkið upp allt það fé, sem ég
hafði erft eftir frænku mína, fór
ég að stela. Ég laumaðist út á
stærstu götur borgarinnar og
hnupplaði peningaveskjum og
öðru verðmæti.
Eitt kvöldið brá ég mér út á
eina af aðalgötum bæjarins og
hafði hugsað mér að ná svo miklu
að ég gæti keypt mér farmiða
eitthvað út úr landinu. Ekki hafði
NÓVEMBER, 1952
ég gengið lengi eftir götunni, þeg-
ar ég kom auga á fatlaðan mann
í hjólastól. Hann fitlaði við
strengina á gítar, sem hvíldu á
hnjám hans, og raulaði lagstúf.
Mér varð allt í einu starsýnt á
manninn. Þetta var vinur minn
frá bernskuárunum. Grátandi af
gleði féll ég á hné við stólinn.
Hann leit undrandi á mig, en svo
lifnaði yfir andlitinu.
,,Maurice!“ hrópaði hann.
Hann lagði gítarinn frá sér og
greip hendur mínar. Síðan spurði
hann mig í þaula.
Þegar ég loks hafði leyst úr öll-
um spurningum hans, sagði ég:
,,Jean, segðu mér, hvernig
varðstu — ég meina — —“
,,Orkumla?“ greip hann fram
í fyrir mér, og skugga brá yfir
andlit hans. ,,Það var í kirkjunni
hérna um árið, þegar jarðskjálft-
arnir voru sem mestir heima.
Kirkjan hrundi ofan á okkur við
messu — ég var sá eini, sem
slapp lifandi.“
,,Nú skulum við tala um eitt-
hvað skemmtilegra,“ sagði ég.
,,Ekki hér,“ sagði hann,
„komdu heldur heim til mfn, ég
á hús skairmt héðan.“
Eftir beiðni hans ýtti ég hon-
um af stað og heim að litlu húsi,
sem hann benti mér á. Eg ýtti
honum upp að tröppunum og bar
hann inn. Þetta var ‘allra snotr-
3