Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 8
una, því hver og ein flík er var- lega áætluS samsteypa úr tíu flík- um af tíu mönnum úr tíu mismun- andi stéttum manna. Einn einasti vettlingsþumall er ef til vill sam- ansettur úr tuttugu þumalgörm- um af börnum og fullorðnum og er sjálfur mestur garmurinn. Svona er um allan fatnaÖinn. Þannig var nú Sæfinnur karl- inn til fara samkvæmt áreiðan- legum samtíma heimildum. Eins og í bögunni segir var aÖalstarf hans í því fólgið að sækja vatn og bera inn mó, áratugum sam- an. Sæfinnur var fremur hár og þrekinn með mikið dökkt skegg, og þegar þar viS bættist hinn at- hyglisverði klæðaburður, auk svarÖreipis, er hann var girtur, og hattur frá dögum Jörundar hundadagakonungs, var ekki að furða þó allmikiÖ sópaði að hon- um.' Sæfinnur var hinn mesti geð- prýÖismaÖur og stillingarljós, svo enginn sá hann skipta skapi. Götustrákarnir létu hann því til- tölulega óáreittan; það var ekk- ert gaman að stríða honum. Snemma mun Sæfinnur hafa byrjað aS nurla saman pening- um, og það orð komst á, að til flestra hluta væri hann viljugur, ef skildingur var í boði. Hann lét gárunga fá sig til hins og þessa fyrir skildinga, t. d. að gleypa 6 þá, og eignast þá svo, er þeir skiluðu sér aftur, sækja þá með munninum ofan í stór vatnsílát meS því að stinga höfðinu á bóla- kaf, svo honum lá við köfnun, eða sækja þá á sama hátt ofan í tjöruílát o. s. frv. Mánudag einn í föstuinngang, er Sæfinnur var upp á sitt bezta, gekk hann prúSbúinn um göturnar eins og drengir þeir, sem jafnan marsér- uSu þann dag, hann hafði heljar- mikinn trékorSa reiddan um öxl og var hinn vígamannlegasti, hann sneri baki að hverjum manni, er hann mætti og gekk aftur á bak inn í húsin. Þetta gerSi hann af því, að hann bar á bakinu aug- lýsingu eina mikla, hvar letraS stóð með stórum stöfum: ,,Eg geri grín fyrir fjóra, en enginn má gefa mér í staupinu." Og víst er um það, að hann varð mörgum fírskildingnum ríkari þennan dag, en hvort hann hef- ur sloppið við öll staup, greina heimildir eigi gerla. Sæfinnur átti sér bústað í bak- hýsi einu við verzlunina Glas- gow. Eins og að líkum lætur um svo óvenjulegan mann, sem Sæ- finnur var, þá var heimili hans allfrábrugðið því, er gengur og gerist um venjulega borgara. I bakhúsinu við Glasgow voru í fyrstu mörg salerni, en síðar urðu þau óþörf, því fyrirtækiÖ fór á HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.