Heimilisritið - 01.11.1952, Side 9
hausinn, og þá lagði Sæfinnur
undir sig tvö salerni og bjó þar
síðan, tuttugu ár eða meir. Húsa-
leigu galt hann enga, enda aldrei
um hana krafinn; auk þess lifði
Sæfinnur eftir þeirri ágætu lífs-
reglu að láta aldrei af höndum
graanan eyri, sem hann á annað
borð var búinn að klófesta, enda
var það almæli, að Sæfinnur ætti
drjúga skildinga.
Nýtinn var Sæfinnur svo af bar
og safnaði í húsakynni sín alls
konar munum, sem fæstum öðr-
um þóttu eftirsóknarverðir, varð
brátt af safni þessu haugur, sem
stöðugt fór stækkandi, og er hann
loks var rofinn, um 1890, var
hann orðinn mannhæðarhár og
vel faðmur á hvern veg. 1 haugn-
um fundust rúmar 300 kr. í gulli
og silfri, og var það allmik-
ið fé í þá daga, enda 20 ára
vatnsburðarkaup, auk þess álit-
leg fúlga af ógildum peningum:
spesíum, ríkisdölum, ríkisortum,
mörkum, skildingum o. s. frv.
Myntbreytingin 15 árum áður,
hafði alveg farið framhjá Sæfinni
karli. Peningarnir voru vafðir
innan í bréf, hver peningur fyrir
sig, bréfunum stundum troðið
niður í lausa þumlungana, og
þessu síðan potað hér og þar inn
í hauginn. Auk peninganna og
nokkurra tómra flaskna, var eng-
inn sá hlutur í þessu mikla safni,
að metinn myndi tveggja aura
virði. Þarna voru mörg hundruð
skóbætur, mörg hundruð gler-
brot, skeljabrot í þúsundatali,
mörg hundruð þumalsmakkar,
hálfir og þaðan af minni, ógrynni
af smápjötlum, hattgörmum,
torfusneplum og beinum.
Eigandinn stóð lengzt af hljóð-
ur og hógvær meðan hervirkið
var framið, haugurinn rofinn. En
svo fór hann að gefa sig að vinnu
með hinum og tína saman hitt
og þetta úr haugnum, er honum
var sárast um, og reyna að forða
því frá glötun þeirri, er hann sá
•búna safni sínu, sem hann hafði
dregið saman, með elju og atorku
í 20 ár. Einhverju smávegis fékk
hann að halda sér til hugarhægð-
ar, en annars var öllu safninu
ekið burt og fórnað Ægi.
Ó. H.
MÁLAÐAR MYNDIR
Þær ganga framhjá málverkasýningu, þegar skólastelpan sagði allt í
einu: „O, mamma, mikið væri gaman að fara inn og sjá myndirnar."
„Nci, nci,“ sagði móðirin. „Þctta eru ekki raunvci'ulega myndir, þær
eru bara málaðar."
NÓVEMBER, 1952