Heimilisritið - 01.11.1952, Page 15
Hún fann, að hún fölnaði og
það fór hrollur um hana. Hún
klemmdi aftur augun og sneri sér
til veggjar. En brátt fór hún fram
úr og fleygði öllum fötunum,
sem hún hafði verið í um nótt-
ina inn í skápinn.
Hún var nýbúin að klæða sig
og á leið niður stigann, þegar
síminn hringdi. ,,Ert það þú,
Betty ?“ heyrði hún rödd Roberts
syrja.
,,Já, víst er það ég, Robert.“
,,Eg var ekki viss um það.“
Röddin er eitthvað svo annarleg.
,,Hvernig líður litlu stúlkunni
minni í morgun ? . . .“ Það var
eitthvað nærgöngult við málróm
hans, sem kom óþægilega við
hana.
„Hringdirðu til mín einungis
til að spyrja um það ?“
Hann hló glaðlega: ,,Nei, ég
hef líka töskuna þína — litla
gulltösku. Eg skal koma með
hana í kvöld.“
,,Nei, nei,“ hrópaði hún skelfd.
,,Eg vil ekki fá hana.“
„Víst viltu það. Eg kem með
hana.“
„Nei, fleygðu henni. Ég vil
aldrei sjá hana framar. . . .“ Hún
lagði símann frá sér.
Svo gekk hún upp í herbergi
sitt og læsti. Ut úr skápnum tók
hún græna silkikjólinn og fór að
klippa hann í smátætlur. . . .
ÞREMUR mánuðum síðar kom
Betty síðdag einn út frá gömlum
lækni í úthverfi borgarinnar. Með
þungum skrefum gekk hún að
sporvagninum og ók með honum
heimleiðis. 1 símaklefa hringdi
hún til Roberts Graham. „Það
er Betty,“ sagði hún. „Eg þyrfti
að tala við þig núna strax.“
„Það er heldur óvænt, að þér
skyldi detta það í hug,“ sagði
hann dálítið hæðnislega. „Þú
hefur ekki viljað sjá mig þrjá síð-
ustu mánuðina."
„Nei, en nú vil ég það. . . .“
Og svo ákváðu þau að hittast í
litlu veitingahúsi eftir tuttugu
mínútur.
Þegar þau voru setzt, kveikti
hún sér rólega í sígarettu, áður en
hún sagði: „Eg er með barni —
þínu barni."
Fyrst starði hann eins og lam-
aður á hana, svo fór hann að
hlæja. „Það er ekki efnilegt,“
sagði hann. Svo varð hann alvar-
legúr: „Hvað viltu að ég geri ?“
Betty greip báðum höndum um
borðröndina og horfði í augu hon-
um: „Ég vil, að þú giftist mér,“
sagði hún. „Við verðum að leigja
okkur íbúð. Barnið okkar verður
að eiga heimili.“
Hann horfði lengi á hana undr-
andi. Hún talaði af slíkri festu
og rósemi, að honum fannst mik-
ið til um.
NÓVEMBER, 1952
13