Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 18
af skrifstofunni. Eitt andartak stirðnaði svipur hans, en svo brosti hann góðlátlega: ,,Góðan daginn, Betty, hvernig líður?“ spurði hann. Henni lá við að fá tár í augun; hann var svo hlýlegur í viðmóti. ,,Ágætlega,“ svaraði hún. Faðir hennar horfði ástúðlega á hana, eins og hann væri að reyna að bæta sér upp að hafa ekki fengið að sjá hana svo lengi. ,,Það gleður mig,“ sagði hann hægt. Og bætti við : ,,Þig vantar ekkert . . . pen- inga á ég við ?“ ,,£g hef nóg,“ sagði Betty og reigði sig. En hún hafði ekki nóg, og á heimleiðinni gerði hún alvöru úr hugmynd, sem hún hafði lengi velt fyrir sér. Hún heimsótti John Winters í verzlun föður hans. Betty hafði íhugað, hvað hún helzt gæti gert, og komizt að þeirri niðurstöðu, að prjónaskap- ur væri hið eina, sem hún væri verulega dugleg við. Þegar hún fór frá John Winters, höfðu þau samið um, að verzlunin seldi all- ar peysur, sem hún prjónaði. Þetta reyndist góð hugmynd, því eftirspurnin eftir peysum hennar varð brátt svo mikil, að hún varð að fá stúlku til að hjálpa sér. Hún sat og prjónaði seint eitt kvöld, þegar Robert kom heim. Hann var mjög þreytulegur, fannst henni, þegar hún sá hann : ,,Hvers vegna situr þú alltaf og hamast við að prjóna ? ‘ ‘ spurði hann. ,,Af því það borgar sig,“ svar- aði hún án þess að líta upp. ,,Peysurnar mínar eru seldar hjá Winters, og það gengur svo vel, að ég hef fengið stúlku til að hjálpa mér.“ Það vottaði fyrir stolti hjá henni, þegar hún sá, hversu undr- andi hann varð. ,,£g hélt ekki, að við værum svona illa stæð,“ sagði hann. ,,Við tvö getum auðvitað séð um okkur,“ svaraði hún, ,,en ég verð að hugsa um barnið. Það kostar ekki svo lítið að ala barn.“ ,,Nú, jæja, auðvitað,“ sagði hann rámum rójni. ,,Hvað kostar eiginlega að ala barn?“ ,,Hvað það kostar að ala bam!“ Hún lyfti mögru, fölu andlitinu og starði á hann. Hana langaði til að hrópa: Barnið mitt kostar mig allt — föður og móð- ur, heimili mitt, sjálfsvirðingu mína! En hún stillti sig og svaraði ró- lega: ,,£g hef ekki fengið að vita það nákvæmlega ennþá, en það mun vera nokkur hundruð dollar- ar.“ ,,Það eru . . . það eru miklir 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.