Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 19

Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 19
peningar,“ sagði hann. ,,Þú skalt ekkert hugsa um það, Robert. Eg skal sjálf út- vega peningana með því að prjóna.“ ,,Þú átt ekki þinn líka, Betty,“ sagði hann. ÞAÐ leið vika, svo kom hann kvöld eitt mjög seint heim, eftir að Betty var háttuð. Hún lá alveg kyrr og hlustaði á hann ganga um íbúðina. Nú kom hann að svefnherbergisdyrunum hennar. Hjartað stanzaði í brjósti hennar. Hún hafði búizt við þessu, en eftir allar þessar vikur var hún ekki framar hrædd. Nú lá hún og reyndi að bæla niður óttann. Hann stóð úti í ganginum með úfið hárið og sloppinn flaksandi frá sér. ..SefurSu, Betty?“ ,,Nei, hvað er nú ?“ ,,Ég er svo voðalega kvefað- ur, áttu ekki eitthvert duft eða kamillute ?" Betty spratt fram úr rúminu, og þegar hún kveikti, sá hún, að hann skalf af sótthita. ,,FarSu í rúmið," sagði hún, ,,svo skal ég sjá um hitt.“ Alla næstu viku varð hann að liggja í rúminu. Hann var mjög veikur. ,,Eg var úti í rigningunni í gær og varð holdvotur," sagði hann, ,,og fötin þornuðu á mér.“ ,,ÞaS hefur víst ekki verið svo áríðandi að komast í aðra krá, að þú hafir þurft að arka út í rign- inguna," sagði hún kuldalega. ,,Nei, auðvitað ekki.“ Betty sá strax eftir illkvittni sinni. Þegar hún krafðist þess, að hann giftist henni, hafði hún sagt, að hann væri jafn frjáls fyrir því. Hún hafði engan rétt til að skipta sér af einkalífi hans. „Langar þig til aS spila?" spurði hún til að bæta fyrir sér. ,,ÞaS hlýtur að vera leiðinlegt að liggja og stara út í loftiS. ,,Viltu virkilega spila?" spurSi hann og augu hans ljómuðu. Hún lagði bakka á rúmið, og þau spiluðu í klukkutíma, og Betty gleymdi hinum dapurlegu dögum í litlu íbúðinni. Hann varS aftur Robert Graham, ungi maS- urinn, sem hló og gerði að gamni sínu, alltaf til í strákapör. Og hún var fallega Betty Pierce, sem alla ungu mennina langaði til að dansa við. ,,Þú hefur snuðaS mig,“ sagði Betty hlæjandi, þegar hann hélt áfram að græða. Hún fleygði spil- unum. Hann greip um báða úln- liði hennar. / ,,Ég hef aldrei snuðað þig,“ sagði hann svo alvarlega, aS hún hætti að hlæja. Hún dró hendurnar hægt að sér: ,,Eg er svo þreytt. Ég held NÓVEMBER, 1952 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.