Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 25

Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 25
ekki heldur óvilhallar Rommel. ..Vísindi11 stjörnuspádómanna byggjast á geislaverkunum ann- arra hnatta á jörðina, einkum miðað við tímanlega afstöðu þeirra við jarðarhnöttinn. Til dæmis vermir sólin okkur, og hitinn, sem frá henni stafar hef- ur rnjög afdrifarík áhrif á allar okkar lífshræringar. Tunglið vedur flóði og fjöru — og hví skyldi það ekki einnig geta haft áhrif á líkama okkar, sem er a. m. k. 70% vatn? Hér fer á eftir stuttorður út- dráttur úr stjörnuspádómabók eftir Louis de Wohl, merkan, svissneskan stjörnuspámann. ★ Fólk fætt 21. marz til 20. apríl. ARIES — merki hrútsins. Þcssu merki ræður Marz. Börnum hrútsins hættir við að láta augnablikstilfinningar ráða fyrir sér, þau eru þróttmikil og ein- ráð. Þau eru íþróttamenn, en skortir þolsæði. Merki hrútsins er karlkyns merki, og konur, sem fæðast undir þessu merki, hljóta líka eins konar karlmann- legan þrótt. Þær cru oft fagrar, en sú fegurð er ögrandi. Hvert merki hefur nokkra annmarka s'arðandi heilsufar manna: Undir merki hrútsins cru taugarnar mesta skaðræðis- atriðið — einkum taugarnar í höfði og maga. Höfuðverkur, sem á rót sína að rekia til tauganna, er mjög algengur, svo og fjarsýni og meðfæddir gallar á aug- um, en nærsýni er sjaldgæft. * Fólk fætt 21. apríl tl 20. maí. TAURUS — merki nantsins. Merki þessu ræður Venus. Þetta fólk er at- hafnasamt og stífsinna, en jafnframt gætið í ráðstöfunum sínum. Það er trygglynt í vináttu og ást og það er hagsýnt, þó ekki ágjarnt eða nískt. Oft er það umburðarlynt, þegar um er að tefla meiri háttar mál, en þröngsýnt varðandi smámuni. Það er ekki sérlega næmt, en gleymir hins vegar trauðla því, sem það hefur lært á annað borð. Það er duglegt kaupsýslufólk og byggir alltaf á traustum grunni; og það kann vel að meta jarðnesk gæði: góðan mat, fagurt heimili, örugg afkomuskilyrði. Konur, sem fæddar eru undir þessu merki, eru oft mjög fagrar og ganga smekklega til fara. Hclztu veikleikar þessa fólks, hvað heilsuna snertir, er að leita í kverkum og hálsi. ★ Fólk tætt 21. maí til 21. júní. GEMINI — tvíburamerkið. Merkúr ræður tvíburamerkinu, og fólk, sem fætt er undir þessu merki, er fyrst og fremst greindarfólk. Það hefur ríka hæfileika til að semja sig að umhverfinu, en er allyfirborðskennt og umgengst sannleik- ann oft af nokkurri léttúð. Ræðumenn góðir og oft afbragðs vísindamenn, en skiptir oft um áhugamál og unir sér sjaldan lengi f einu við sama viðfangs- efni. Því þykir gaman að ferðalögum, öru og tilbreytingasömu lífi og er öðr- um fremur fólk hins mikla hraða vorra tíma. Hvað stjórnmálum við kemur, er því frjálslyndi í blóð borið. Konur, sem fæddar eru undir þessu merki, eru fljót- ar að skilja hlutina og greindar, og þær eru venjulegast háar og grannar, og svo er og um karlmennina. Helztu ann- NÓVEMBER, 1952 23

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.