Heimilisritið - 01.11.1952, Side 27
svo dýsætar, að mönnum þyki nærri
því nóg um. — Frá heilbrigðissjónar-
miði séð er fólk þetta veikast fyrir í
nýrunum.
★
Fólk fætt 24. okt. til 22. nóv.
SCORPIO — merki drekans. Það
gegnir sama máli um þetta merki og
hrútinn, að því ræður Marz. En hrút-
urinn er heitur og hættir við að láta
augnablikstilfinningar ráða, drekinn
hins vegar ískaldur og rasar ekki um
ráð fram, og hann er ónæmur fyrir til-
finningum og skoðunum annarra. Drek-
inn er í fyllsta máta sjálfselskur, en get-
ur líka átt það til að vinna hin fegurstu
og göfugmannlegustu verk. Hann særir
aðra menn, en hann getur líka grætt
sárin sjálfur. (Margir mestu læknar
veraldarinnar hafa verið ,,drekar“). Tor-
try'ggni og öfundssýki einkenna drek-
ann. Þótt kynlegt megi þykja, eru í
þessum hópi mjög trúhneigðar mann-
eskjur — sú manntegund, sem vcður
eld og hvað sem er fyrir trú sína.
„Dreka“-konan er ekki sérlega fögur,
enda þótt hún geti haft til að bera cins-
konar djöfullega fegurð. Hún er þrá-
lynd, slæg og oft og tíðum ófriðsöm.
Blaðran, gallið og endaþarmurinn
valda börnum drekans óþægindum.
*
Fólk fælt 23. nóv. til 21. des.
SAGITTARIUS — bogmannsmerkið.
Þetta merki er svið Júpíters, og kjörorð-
ið, sem á við Júpíter er: Þensla. Bog-
maðurinn er stór í sniðum, kátur oa:
oft grunnfær. I sinni verstu mynd er
bogmaðurinn nautnasjúkur, dtykkfelld-
ur og ruddalegur. Bogmaðurinn er vin-
sæll embættismaður og atvinnurekandi,
og í stjórnmálum er hann íhaldssamur,
en þó ekki afturhaldssamur. Hann er
glaðlyndur og heiðarlegur, og þótt hann
hafi jafnvel svik í frammi, finnst mönn-
um hann áreiðanlegur. — Konur bog-
mannsins eru laglegar, án þess þó að
þær séu ,,sætar“. Þær eru algerlega laus-
ar við alla tilgerð og eru ekki andvígar
fábrotnum lifnaðarháttum, fái þær að-
eins haldið sjálfstæði sínu.
Mjaðmasjúkdómur og gigt eru helztu
veikindin, sem bogmaðurinn á við að
stríða.
*
Fólk fætt 22. des. til 20. jan.
CAPRICORN — merki steingeitar-
innar. Börn steingeitarinnar eru að jafn-
aði einburar — stirðleg og klunnaleg.
Þau eru góðir skipuleggjarar og verk-
menn —- en sjaldan vinsæl. Beztu cigin-
leikar þcirra eru iðni, þol og grandvar-
leiki. — Konur steingeitarinnar er oft
að finna í hópi hinna ,,misskildu“
kvenna. Þær hafa tilhneigingu til hcila-
brota um sjálfa sig og þunglyndis.
Bæði karlar og konur eru þannig mann-
eskjur, að menn hljóta að bera virðingu
fyrir þeim: alvörugefnar og áreiðanleg-
ar.
Þeir sjúkdómar, sem þjá þetta fólk
sérstaklcga, eru húðsjúkdómar og gigt,
sem ásækir einkum æskulýðinn.
★
Fólk fætt 21. jan. til 19. febr.
AQUARIUS — vatnsberamerkiS.
Þessu merki ráða tvær reikistjörnur:
Uranus og Satúrnus. Þeir, sem fæddir
eru undir þessu merki, hafa sundurlcita
skapgerð — þeir eru hvort tveggja í
scnn fornir í skapi og yfir sig nýrízku-
legir, menn sjálfselsku og ipatinvinir,
gefnir fyrir samkvæmi og einrænir.
Margra uppfinningamanna er að Ieita í
NÓVEMBER, 1952
25