Heimilisritið - 01.11.1952, Side 31

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 31
baekur sínar, sem höfðu verið vitni að sigrum hans, og voru á- hrifarík umgjörð um hina dýr- mætu persónu hans. Að vísu var íbúð hans ekki sérlega fín — en hafa skáld ekki leyfi til að vera fátæk, að minnsta kosti lítt efnuð ? Þegar hann hafði loks tekið á- kvörðunina, skrifaði hann hinni ókunnu, fögru stúlku, að hann byggist við henni klukkan níu næsta kvöld. FYRIR allar aldir daginn eftir, vakti hann ráðskonuna sína og skipaði henni að taka rækilega til í þriggja herbergja íbúð þeirri, sem hann hafði á leigu. Svo fór hann niður í miðbæ til þess að kaupa margvíslega og merkilega muni. Fyrst og fremst var það hans eigin persóna, sem um var að ræða, og því keypti hann sér ný og vönduð föt. Auðvitað lét hann silkiskyrtu og hálsbindi fylgja. Ennfremur enska skó og silki- sokka. Því næst varð slíkur sómamað- ur sem hann að hugsa um döm- una, og handa henni keypti hann konfekt og blóm. Þegar hann kom heim í leigu- bíl, hlaðinn af pinklum og með létta pyngju, las hann enn einu sinni ilmandi bréfmiðann og naut þess af hjarta að vera kallaður ,,meistari“. Þetta hlaut að vera mjög skýr stúlka, auðvitað ekki af þeim ástæðum, en ! . . vegna þess að hún var svona hrifin af „Völundarhúsi ástarinnar“. Jæja, en ekki mátti við svo búið standa. Hann hljóp niður tröpp- urnar til húsvörzlukonunnar og pantaði hjá henni fyrsta flokks kvöldverð handa tveimur. Loks lét hann skál fulla af rós- um á skrifborðið sitt, stráði hand- ritum á það í óreiðu og gekk svo út að hurðinni til þess að athuga heildaráhrifin. Þetta var sannar- lega bæði listrænt og vísindalegt að sjá, hreint og beint eins og vinnustofa „raunverulegs meist- ara“ leit yfirleitt út. Nú vantaði ekki nema eitt: stúlkuna sjálfa. Hann settist niður og beið. Honum fannst tíminn sniglast á- fram. Hann stytti sér stundir með því að ímynda sér framtíðina, eins og hún yrði við hlið Beatrice. Hann lifði í huganum þeirra fyrsta fund . . . hina ungu og öru ást þeirra . . . hann valdi þau orð, sem hann ætlaði að nota til þess að túlka með tilfinningar sín- ar. Reyndar væri það óskynsam- legt að gera það þegar í stað . . . ef hann léti hana ganga dálítið á eftir sér, yrði hún betur á valdi hans. NÓVEMBER, 1952 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.