Heimilisritið - 01.11.1952, Side 34
TIMBRAÐUR
Einþáttungur eftir Otto Wonsyld
Persónur: Blaðamaðurinn og ritstjór-
inn. Ritstjórinn sést ekki, en rödd hans
heyrist í símanum.
Sviðið: Lítið, ekki sérlega vistlegt
gistihúsherbergi. Við einn vegginn er
rúm, og við höfðagaflinn er lítið borð.
Á borðinu er sími og tvær tómar vín-
flöskur.
Þegar tjaldið er dregið frá, liggur
blaðamaðurinn í rúminu og sefur. Hann
vaknar, teygir sig og geispar. Réttir
höndina út eftir annarri flöskunni á
borðinu, en þegar hann sér að hún er
tóm, grýtir hann henni út í horn. Hin
flaskan fær sömu meðfcrð. Hann lítur
á armbandsúrið sitt.
Blaðamaðurinn: O, hver fjandinn,
klukkan er orðin tíu, og ég átti að vera
mættur í ritstjóminni klukkan átta. Rit-
stjórinn er áreiðanlega fokvondur. Ég
verð að finna upp eitthvað — já, nú
veit ég.
Hann tekur símann og velur númer.
R'ócld t simanum: Dagblaðið hér.
Blaðamaðurinn: Gæti ég fengið aðf
tala við ritstjórann.
Siminn: Já, það er hann.
Blaðamaðurinn: Þetta er Jensen. Ég
ætlaði bara að láta yður vita, hvers
vegna ég mætti ekki í morgun. Sann-
leikurinn er sá, að ég fékk í gærkvöldi
veður af óvenju góðri frétt, og frá því
snemma í morgun hef ég verið að reyna
að afla mér frekari upplýsinga. Því mið-
ur hef ég ekki ennþá haft heppnina
með mér — en ég hef góða von.
Siminn: Jæja . . . mér finnst röddin í
yður vera eitthvað svo undarleg. Hvað-
an talið þér?
Blaðamaðurinn: Oh ... ég er ... á
járnbrautarstöðinni — í almenningssím-
anum í stóra salnum.
(Hann heldur símtólinu dálítið frá
sér og blístrar nokkrum sinnum. Svo
reynir hann að líkja eftir hljóðinu í járn-
brautarlest, sem hægt og hægt fer af
stað og hverfur í fjarska).
Siminn: Á járnbrautarstöðinni hérna
í borginni?
Blaðamaðurinn: Já.
Siminn: Og standið þér í salnum?
Segið þér mér, hafið þér ekki tekið eftir
neinu sérstöku þar?
Blaðamaðurinn: (hikandi og dálítið
hissa): Ne-ei ...
Siminn: (Hægt og ógnþrungið):
Viljið þér þiggja gott ráð?
Blaðamaðurinn: Ja-á . ..
Siminn: (nú hart og skipandi): Kom-
ið þér yður út — og það í hvelli.
Blaðamaðurinn: (sauðarlegur á svip):
Af hverju það?
Siminn (næstum þrumandi): Það get
ég vel sagt yður. Öll stöðvarbyggingin
hefur staðið í ljósum loga síðasta
klukkutímann, og þakið getur hrunið
niður þá og þegar.
— Tjaldið. —
32
HEIMILISRITIÐ