Heimilisritið - 01.11.1952, Page 35

Heimilisritið - 01.11.1952, Page 35
Hin áhyggjulausct æska Smásaga eftir FLORENCE JANE SOMAN í huga margra eru æsku- árin í rósrauðum bjarma, en móðirin í þessari sögu liafði gott minni, og hún vildi sízt af öllu vera orðin ung í annað sinn. UM LEIÐ og Súsanna opnaði augun og sá geisla morgunsólar- innar smjúga í gegnum glugga- tjöldin, fór gleðistraumur um hana. Oljósar, þokukendar hugs- anir svifu Ietilega um heila henn- ar, en smátt og smátt varð hin móðukennda mynd af Dick Shel- don skýrari í huga hennar, og hún sá hann á ný, eins og hann hafði verið kvöldið áður í anddyrinu hjá Hendersonsfjölskyldunni með útitekið, frítt andlit í skærri birt- unni frá ljósinu. ,,Ég hringi til þín,“ hafði hann muldrað, þegar hinir gestirnir voru önnum kafnir við að bjóða góða nótt. „Líklega á morgun.“ Allt í einu galopnaði hún aug- un, hræðslulega. Var þetta orð- rétt eins og hann hafði sagt það ? ,,Lí\lega á morgun?“ Eða hafði hann orðað það ,,KannsJie á morgun ?“ Dauf simhringing heyrSist atS neðan. Súsanna lyfti höfði og hlustaði. Súsanna starði upp í loftið og velti því fyrir sér, hvort hann' hefði sagt. Það var stórkostlegur munur á þessum tveimur orðum, hugsaði hún áhyggjufull. Hún velti sér á magann og gróf and- litið í svæfilinn. Eg er ástfangin, hugsaði hún, ég er ástfangin. Dauf hringing að neðan náði eyrum hennar. Hún rykkti upp höfðinu og hlustaði grafkyrr. Svo NÓVEMBER, 1952 33

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.